Jota meiddist í leik Liverpool á móti Brentford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn var.
Jota meiddist á hné og var tekinn af velli á börum. Það var strax ljóst að meiðslin væru alvarlega sem hefur síðan komið á daginn.
„Jota verður frá í marga mánuði,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool liðsins á móti Luton annað kvöld.
Liverpool manager Jurgen Klopp says Diogo Jota will be out for "months" with a knee problem pic.twitter.com/UAY7pb3bTU
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 20, 2024
„Ég gæti ekki sagt ykkur hver tímaramminn hans sé þótt ég vildi gera það. Svona er þetta bara. Þegar þú ert ekki með þessa leikmenn þá borgar sig ekki að velta þessu fyrir sér,“ sagði Klopp.
Jota var frábær í fjarveru Mohamed Salah og var kosinn besti leikmaður janúarmánaðar. Hann er með 14 mörk og 4 stoðsendingar í 18 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.
Trent Alexander-Arnold er líka frá vegna meiðsla og þeir missa báðir af úrslitaleik enska deildarbikarsins á móti Chelsea á Wembley á sunnudaginn.
Það er líka ólíklegt að Curtis Jones geti tekið þátt í leiknum en hann fór líka út af meiddur á móti Brentford.
Brasilíski markvörðurinn Alisson er líka meiddur og Klopp býst ekki við honum til baka á næstunni.
Another setback I will fight to be back as soon as possible #YNWA pic.twitter.com/pAyYNkPNXP
— Diogo Jota (@DiogoJota18) February 20, 2024