Bitið kom í veg fyrir að Benzema færi til Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 09:31 Karim Benzema og Luis Suárez fóru á kostum með Real Madrid og Barcelona en Suárez hefði allt eins getað valið að spila fyrir Real, og þá komið í stað Benzema. Samsett/EPA Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Luis Suárez kveðst í raun hafa komið í veg fyrir að franski framherjinn Karim Benzema færi frá Real Madrid til Arsenal á sínum tíma. Benzema lék með Real Madrid frá 2009-2023 og átti ríkan þátt í því að liðið vann til að mynda fimm Evrópumeistaratitla og fjóra Spánarmeistaratitla á þeim tíma. Sagan hefði þó getað orðið allt önnur ef Suárez hefði ekki bitið Giorgio Chiellini í öxlina í leik gegn Ítalíu á heimsmeistaramótinu 2014. Það atvik fældi nefnilega forráðamenn Real Madrid frá því, að einhverju leyti, að festa kaup á Suárez sem hafði farið á kostum með liði Liverpool og var orðinn að sjóðheitri söluvöru. Minni áhugi Real gaf Barcelona betri möguleika á að landa Suárez, sem að lokum gekk eftir. Sagði búið að semja við Arsenal „Fyrir HM 2014 þá vildi Real Madrid kaupa mig og það var allt á áætlun. Þeir ætluðu að selja Benzema til Arsenal, það var allt frágengið. En þegar HM byrjaði þá blandaði Barcelona sér í baráttuna, og ég valdi augljóslega Barca,“ sagði Suárez í viðtali við útvarpsstöðina DelSol 99.5 FM. Eftir atvikið varðandi bitið þá minnkaði áhugi Madrid, en Barca sýndi meiri áhuga. Á endanum stóðu mér báðir kostir til boða en ég valdi Barca því það var draumurinn minn,“ sagði Suárez. Suárez raðaði svo inn mörkum á árunum 2014-2020 fyrir Barcelona, og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu 2015 og vann fjóra Spánarmeistaratitla. Hann fór frá Barcelona til Atlético Madrid en hefur síðan spilað með Nacional og Gremio en ákvað svo að endurnýja kynnin við Lionel Messi hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, þar sem þessi 37 ára gamli framherji spilar sína fyrstu leiktíð í ár en hún hefst á fimmtudaginn. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Sáu ekki til sólar en unnu samt Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Benzema lék með Real Madrid frá 2009-2023 og átti ríkan þátt í því að liðið vann til að mynda fimm Evrópumeistaratitla og fjóra Spánarmeistaratitla á þeim tíma. Sagan hefði þó getað orðið allt önnur ef Suárez hefði ekki bitið Giorgio Chiellini í öxlina í leik gegn Ítalíu á heimsmeistaramótinu 2014. Það atvik fældi nefnilega forráðamenn Real Madrid frá því, að einhverju leyti, að festa kaup á Suárez sem hafði farið á kostum með liði Liverpool og var orðinn að sjóðheitri söluvöru. Minni áhugi Real gaf Barcelona betri möguleika á að landa Suárez, sem að lokum gekk eftir. Sagði búið að semja við Arsenal „Fyrir HM 2014 þá vildi Real Madrid kaupa mig og það var allt á áætlun. Þeir ætluðu að selja Benzema til Arsenal, það var allt frágengið. En þegar HM byrjaði þá blandaði Barcelona sér í baráttuna, og ég valdi augljóslega Barca,“ sagði Suárez í viðtali við útvarpsstöðina DelSol 99.5 FM. Eftir atvikið varðandi bitið þá minnkaði áhugi Madrid, en Barca sýndi meiri áhuga. Á endanum stóðu mér báðir kostir til boða en ég valdi Barca því það var draumurinn minn,“ sagði Suárez. Suárez raðaði svo inn mörkum á árunum 2014-2020 fyrir Barcelona, og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu 2015 og vann fjóra Spánarmeistaratitla. Hann fór frá Barcelona til Atlético Madrid en hefur síðan spilað með Nacional og Gremio en ákvað svo að endurnýja kynnin við Lionel Messi hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, þar sem þessi 37 ára gamli framherji spilar sína fyrstu leiktíð í ár en hún hefst á fimmtudaginn.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Sáu ekki til sólar en unnu samt Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira