„Ég gæti verið að deyja hérna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2024 09:00 Tom Lockyer ræddi við Jamie Redknapp á Sky Sports fyrir leik Luton Town og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Getty/Shaun Botterill/ Luton maðurinn Tom Lockyer viðurkenndi í viðtali við Sky Sports að hann hafi óttast það að hann væri að deyja þegar hann hneig niður í leik Luton á móti Bournemouth í desember. Leikurinn fór fram 16. desember og var hætt eftir að hjarta Lockyer hætti að slá þegar 59 mínútur voru liðnar af leiknum. Sjúkraliðum og læknum á vellinum tókst að lífga hann við og Lockyer eyddi síðan fjórum nóttum á sjúkrahúsi þar sem hann fékk græddan í sig bjargráð til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Annað skiptið Þetta var í annað skiptið sem Lockyer hneig niður á fótboltavelli en það gerðist líka á Wembley síðasta vor í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Tom Lockyer gives an account of his cardiac arrest and how he has been doing since pic.twitter.com/0DOF37hcPK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 18, 2024 Hinn 29 ára gamli Lockyer vissi strax að atvikið á dögunum var mun alvarlegra og þá ekki síst vegna viðbragða læknaliðsins. Lockyer mætti í viðtal á Sky Sports fyrir leik Luton Town og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann ræddi þá atvikið og stöðuna á sér í dag. Gat ekki talað „Ég vissi um leið að þetta var öðruvísi. Í fyrra skiptið var eins og ég væri að vakna eftir draum en þegar ég vaknaði þarna þá fann ég fyrir algjörum tómleika. Ég sá það líka strax á andlitum sjúkraflutningafólksins, sjúkraþjálfaranna og liðslæknisins að þarna var meiri hræðsla í augum allra,“ sagði Tom Lockyer við Sky Sports. „Ég var svolítið áttavilltur, gat ekki talað og gat ekki hreyft mig. Ég var að reyna að átta mig á því sem hafði komið fyrir og ég man að ég hugsaði: Ég gæti verið að deyja hérna,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði frá því að hann hafi dottið út í næstum því þrjár mínútur. Dó í tvær mínútur og 40 sekúndur „Eftir að þetta kom fyrir í maí þá hafði ég lítið upptökutæki á brjóstkassanum. Það sýndi að ég var úti í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur,“ sagði Lockyer. „Ég er mjög þakklátur sjúkraflutningafólkinu, læknum félagsins og öllum þeim sem hjálpuðu mér þennan dag því án þeirra stæði ég ekki hér,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði líka að faðir hans og kasólétt kærasta, sem var þá komin sjö mánuði á leið, voru bæði á leiknum afdrifaríka á Kenilworth Road. Tom Lockyer thought he could be dying after his cardiac arrest during Luton Town's game at Bournemouth - but says he wants to play football again.#BBCFootball— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) February 19, 2024 Lockyer segir að það sé ekki í sínum höndum hvort hann geti spilað aftur fótbolta en hann er engu að síður vongóður um það. „Læknarnir og sérfræðingarnir ráða því en ég verð að segja að ef það er möguleiki þá myndi ég elska það að koma til baka. Ég mun samt augljóslega ekki gera neitt sem læknarnir mæla gegn,“ sagði Lockyer sem var fyrirliði Luton liðsins. Afskrifar ekki neitt „Það er of snemmt til að gefa eitthvað út núna. Ég þarf að fara í gegnum miklu fleiri próf. Ég afskrifa ekki neitt en núna er barnið mitt í forgangi,“ sagði Lockyer. Hann segist hafa rætt við aðra leikmenn sem hafa komið til baka, leikmenn eins og Christian Eriksen, Daley Blind og Charlie Wyke. „Þeir töluðu allir um það að ég ætti að taka minn tíma í að átta mig á því hvað í raun gerðist,“ sagði Lockyer. „Kannski kemur það til með að bíta mig í rassinn en ég hef þannig séð ekki upplifað einhverjar tilfinningar tengdu þessu. Ég veit vel að ég bókstaflega dó þarna en ég hef verið nokkuð dofinn hvað það varðar. Kærasta mín er ófrísk og á von án sér á næstunni og það gengur fyrir núna,“ sagði Lockyer. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=108JwujpNk8">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira
Leikurinn fór fram 16. desember og var hætt eftir að hjarta Lockyer hætti að slá þegar 59 mínútur voru liðnar af leiknum. Sjúkraliðum og læknum á vellinum tókst að lífga hann við og Lockyer eyddi síðan fjórum nóttum á sjúkrahúsi þar sem hann fékk græddan í sig bjargráð til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Annað skiptið Þetta var í annað skiptið sem Lockyer hneig niður á fótboltavelli en það gerðist líka á Wembley síðasta vor í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Tom Lockyer gives an account of his cardiac arrest and how he has been doing since pic.twitter.com/0DOF37hcPK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 18, 2024 Hinn 29 ára gamli Lockyer vissi strax að atvikið á dögunum var mun alvarlegra og þá ekki síst vegna viðbragða læknaliðsins. Lockyer mætti í viðtal á Sky Sports fyrir leik Luton Town og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann ræddi þá atvikið og stöðuna á sér í dag. Gat ekki talað „Ég vissi um leið að þetta var öðruvísi. Í fyrra skiptið var eins og ég væri að vakna eftir draum en þegar ég vaknaði þarna þá fann ég fyrir algjörum tómleika. Ég sá það líka strax á andlitum sjúkraflutningafólksins, sjúkraþjálfaranna og liðslæknisins að þarna var meiri hræðsla í augum allra,“ sagði Tom Lockyer við Sky Sports. „Ég var svolítið áttavilltur, gat ekki talað og gat ekki hreyft mig. Ég var að reyna að átta mig á því sem hafði komið fyrir og ég man að ég hugsaði: Ég gæti verið að deyja hérna,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði frá því að hann hafi dottið út í næstum því þrjár mínútur. Dó í tvær mínútur og 40 sekúndur „Eftir að þetta kom fyrir í maí þá hafði ég lítið upptökutæki á brjóstkassanum. Það sýndi að ég var úti í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur,“ sagði Lockyer. „Ég er mjög þakklátur sjúkraflutningafólkinu, læknum félagsins og öllum þeim sem hjálpuðu mér þennan dag því án þeirra stæði ég ekki hér,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði líka að faðir hans og kasólétt kærasta, sem var þá komin sjö mánuði á leið, voru bæði á leiknum afdrifaríka á Kenilworth Road. Tom Lockyer thought he could be dying after his cardiac arrest during Luton Town's game at Bournemouth - but says he wants to play football again.#BBCFootball— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) February 19, 2024 Lockyer segir að það sé ekki í sínum höndum hvort hann geti spilað aftur fótbolta en hann er engu að síður vongóður um það. „Læknarnir og sérfræðingarnir ráða því en ég verð að segja að ef það er möguleiki þá myndi ég elska það að koma til baka. Ég mun samt augljóslega ekki gera neitt sem læknarnir mæla gegn,“ sagði Lockyer sem var fyrirliði Luton liðsins. Afskrifar ekki neitt „Það er of snemmt til að gefa eitthvað út núna. Ég þarf að fara í gegnum miklu fleiri próf. Ég afskrifa ekki neitt en núna er barnið mitt í forgangi,“ sagði Lockyer. Hann segist hafa rætt við aðra leikmenn sem hafa komið til baka, leikmenn eins og Christian Eriksen, Daley Blind og Charlie Wyke. „Þeir töluðu allir um það að ég ætti að taka minn tíma í að átta mig á því hvað í raun gerðist,“ sagði Lockyer. „Kannski kemur það til með að bíta mig í rassinn en ég hef þannig séð ekki upplifað einhverjar tilfinningar tengdu þessu. Ég veit vel að ég bókstaflega dó þarna en ég hef verið nokkuð dofinn hvað það varðar. Kærasta mín er ófrísk og á von án sér á næstunni og það gengur fyrir núna,“ sagði Lockyer. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=108JwujpNk8">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira