„Ég gæti verið að deyja hérna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2024 09:00 Tom Lockyer ræddi við Jamie Redknapp á Sky Sports fyrir leik Luton Town og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Getty/Shaun Botterill/ Luton maðurinn Tom Lockyer viðurkenndi í viðtali við Sky Sports að hann hafi óttast það að hann væri að deyja þegar hann hneig niður í leik Luton á móti Bournemouth í desember. Leikurinn fór fram 16. desember og var hætt eftir að hjarta Lockyer hætti að slá þegar 59 mínútur voru liðnar af leiknum. Sjúkraliðum og læknum á vellinum tókst að lífga hann við og Lockyer eyddi síðan fjórum nóttum á sjúkrahúsi þar sem hann fékk græddan í sig bjargráð til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Annað skiptið Þetta var í annað skiptið sem Lockyer hneig niður á fótboltavelli en það gerðist líka á Wembley síðasta vor í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Tom Lockyer gives an account of his cardiac arrest and how he has been doing since pic.twitter.com/0DOF37hcPK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 18, 2024 Hinn 29 ára gamli Lockyer vissi strax að atvikið á dögunum var mun alvarlegra og þá ekki síst vegna viðbragða læknaliðsins. Lockyer mætti í viðtal á Sky Sports fyrir leik Luton Town og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann ræddi þá atvikið og stöðuna á sér í dag. Gat ekki talað „Ég vissi um leið að þetta var öðruvísi. Í fyrra skiptið var eins og ég væri að vakna eftir draum en þegar ég vaknaði þarna þá fann ég fyrir algjörum tómleika. Ég sá það líka strax á andlitum sjúkraflutningafólksins, sjúkraþjálfaranna og liðslæknisins að þarna var meiri hræðsla í augum allra,“ sagði Tom Lockyer við Sky Sports. „Ég var svolítið áttavilltur, gat ekki talað og gat ekki hreyft mig. Ég var að reyna að átta mig á því sem hafði komið fyrir og ég man að ég hugsaði: Ég gæti verið að deyja hérna,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði frá því að hann hafi dottið út í næstum því þrjár mínútur. Dó í tvær mínútur og 40 sekúndur „Eftir að þetta kom fyrir í maí þá hafði ég lítið upptökutæki á brjóstkassanum. Það sýndi að ég var úti í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur,“ sagði Lockyer. „Ég er mjög þakklátur sjúkraflutningafólkinu, læknum félagsins og öllum þeim sem hjálpuðu mér þennan dag því án þeirra stæði ég ekki hér,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði líka að faðir hans og kasólétt kærasta, sem var þá komin sjö mánuði á leið, voru bæði á leiknum afdrifaríka á Kenilworth Road. Tom Lockyer thought he could be dying after his cardiac arrest during Luton Town's game at Bournemouth - but says he wants to play football again.#BBCFootball— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) February 19, 2024 Lockyer segir að það sé ekki í sínum höndum hvort hann geti spilað aftur fótbolta en hann er engu að síður vongóður um það. „Læknarnir og sérfræðingarnir ráða því en ég verð að segja að ef það er möguleiki þá myndi ég elska það að koma til baka. Ég mun samt augljóslega ekki gera neitt sem læknarnir mæla gegn,“ sagði Lockyer sem var fyrirliði Luton liðsins. Afskrifar ekki neitt „Það er of snemmt til að gefa eitthvað út núna. Ég þarf að fara í gegnum miklu fleiri próf. Ég afskrifa ekki neitt en núna er barnið mitt í forgangi,“ sagði Lockyer. Hann segist hafa rætt við aðra leikmenn sem hafa komið til baka, leikmenn eins og Christian Eriksen, Daley Blind og Charlie Wyke. „Þeir töluðu allir um það að ég ætti að taka minn tíma í að átta mig á því hvað í raun gerðist,“ sagði Lockyer. „Kannski kemur það til með að bíta mig í rassinn en ég hef þannig séð ekki upplifað einhverjar tilfinningar tengdu þessu. Ég veit vel að ég bókstaflega dó þarna en ég hef verið nokkuð dofinn hvað það varðar. Kærasta mín er ófrísk og á von án sér á næstunni og það gengur fyrir núna,“ sagði Lockyer. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=108JwujpNk8">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Leikurinn fór fram 16. desember og var hætt eftir að hjarta Lockyer hætti að slá þegar 59 mínútur voru liðnar af leiknum. Sjúkraliðum og læknum á vellinum tókst að lífga hann við og Lockyer eyddi síðan fjórum nóttum á sjúkrahúsi þar sem hann fékk græddan í sig bjargráð til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Annað skiptið Þetta var í annað skiptið sem Lockyer hneig niður á fótboltavelli en það gerðist líka á Wembley síðasta vor í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Tom Lockyer gives an account of his cardiac arrest and how he has been doing since pic.twitter.com/0DOF37hcPK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 18, 2024 Hinn 29 ára gamli Lockyer vissi strax að atvikið á dögunum var mun alvarlegra og þá ekki síst vegna viðbragða læknaliðsins. Lockyer mætti í viðtal á Sky Sports fyrir leik Luton Town og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann ræddi þá atvikið og stöðuna á sér í dag. Gat ekki talað „Ég vissi um leið að þetta var öðruvísi. Í fyrra skiptið var eins og ég væri að vakna eftir draum en þegar ég vaknaði þarna þá fann ég fyrir algjörum tómleika. Ég sá það líka strax á andlitum sjúkraflutningafólksins, sjúkraþjálfaranna og liðslæknisins að þarna var meiri hræðsla í augum allra,“ sagði Tom Lockyer við Sky Sports. „Ég var svolítið áttavilltur, gat ekki talað og gat ekki hreyft mig. Ég var að reyna að átta mig á því sem hafði komið fyrir og ég man að ég hugsaði: Ég gæti verið að deyja hérna,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði frá því að hann hafi dottið út í næstum því þrjár mínútur. Dó í tvær mínútur og 40 sekúndur „Eftir að þetta kom fyrir í maí þá hafði ég lítið upptökutæki á brjóstkassanum. Það sýndi að ég var úti í tvær mínútur og fjörutíu sekúndur,“ sagði Lockyer. „Ég er mjög þakklátur sjúkraflutningafólkinu, læknum félagsins og öllum þeim sem hjálpuðu mér þennan dag því án þeirra stæði ég ekki hér,“ sagði Lockyer. Lockyer sagði líka að faðir hans og kasólétt kærasta, sem var þá komin sjö mánuði á leið, voru bæði á leiknum afdrifaríka á Kenilworth Road. Tom Lockyer thought he could be dying after his cardiac arrest during Luton Town's game at Bournemouth - but says he wants to play football again.#BBCFootball— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) February 19, 2024 Lockyer segir að það sé ekki í sínum höndum hvort hann geti spilað aftur fótbolta en hann er engu að síður vongóður um það. „Læknarnir og sérfræðingarnir ráða því en ég verð að segja að ef það er möguleiki þá myndi ég elska það að koma til baka. Ég mun samt augljóslega ekki gera neitt sem læknarnir mæla gegn,“ sagði Lockyer sem var fyrirliði Luton liðsins. Afskrifar ekki neitt „Það er of snemmt til að gefa eitthvað út núna. Ég þarf að fara í gegnum miklu fleiri próf. Ég afskrifa ekki neitt en núna er barnið mitt í forgangi,“ sagði Lockyer. Hann segist hafa rætt við aðra leikmenn sem hafa komið til baka, leikmenn eins og Christian Eriksen, Daley Blind og Charlie Wyke. „Þeir töluðu allir um það að ég ætti að taka minn tíma í að átta mig á því hvað í raun gerðist,“ sagði Lockyer. „Kannski kemur það til með að bíta mig í rassinn en ég hef þannig séð ekki upplifað einhverjar tilfinningar tengdu þessu. Ég veit vel að ég bókstaflega dó þarna en ég hef verið nokkuð dofinn hvað það varðar. Kærasta mín er ófrísk og á von án sér á næstunni og það gengur fyrir núna,“ sagði Lockyer. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=108JwujpNk8">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira