Öruggt hjá Brighton gegn lánlausu liði Sheffield United Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 16:00 Simon Adingra og Danny Welbeck fagna einu marka Brighton í dag. Vísir/Getty Brighton vann stórsigur á Sheffield United þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brighton fer upp í 7. sæti deildarinnar eftir sigurinn. Sheffield United var í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar fyrir leikinn í dag en Brighton var jafnt Chelsea og Wolves að stigum í 9. - 11. sæti. Það voru aðeins þrettán mínútur liðnar af leiknum í dag þegar Mason Holgate fékk beint rautt spjald fyrir ansi groddaralega tæklingu á Kaoru Mitoma. Myndbandsdómarinn Michael Oliver sendi Stuart Atwell í skjáinn til að skoða atvikið en Atwell hafði upphaflega gefið Holgate gult spjald. Hann var þó ekki lengi að breyta um skoðun og botnliðið því manni færri. Mason Holgate fékk rautt spjald fyrir þessa tæklingu á Kaoro Mitoma og eins og sést var lítið sem Holgate var sagt við þeirri ákvörðun dómarans.Vísir/Getty Þetta nýtti lið Brighton sér til hins ítrasta. Facundo Buonanoette skoraði á 20. mínútu og Danny Welbeck bætti öðru marki við fjórum mínútum síðar. Sheffield United tókst að skora undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Ansi langan tíma tók að taka ákvörðun og voru liðsmenn Sheffield United allt annað en sáttir með dóminn. Staðan í hálfleik 2-0 og lið Sheffield gerði ágætlega í að halda aftur af liði Brighton allt fram á 75. mínútu þegar Jack Robinson skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark. 2-5 vs Brighton 0-5 vs Aston villa 0-5 vs BrightonSheffield United have conceded 5 goals in 3 consecutive home games pic.twitter.com/bMjo4Q4Cot— SPORTbible (@sportbible) February 18, 2024 Þá opnuðust flóðgáttir og Simon Adingra bætti tveimur mörkum við á skömmum tíma. Hann er nýkominn aftur til liðsins eftir að hafa unnið Afríkumótið með Fílabeinsströndinni og kemur greinilega sjóðandi heitur aftur til Brighton. Lokatölur 5-0 og Sheffield United því áfram geirneglt við botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar en Brighton er komið í 7. sæti eftir sigurinn. Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð þar sem Sheffield United fær á sig fimm mörk. Enski boltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Sjá meira
Sheffield United var í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar fyrir leikinn í dag en Brighton var jafnt Chelsea og Wolves að stigum í 9. - 11. sæti. Það voru aðeins þrettán mínútur liðnar af leiknum í dag þegar Mason Holgate fékk beint rautt spjald fyrir ansi groddaralega tæklingu á Kaoru Mitoma. Myndbandsdómarinn Michael Oliver sendi Stuart Atwell í skjáinn til að skoða atvikið en Atwell hafði upphaflega gefið Holgate gult spjald. Hann var þó ekki lengi að breyta um skoðun og botnliðið því manni færri. Mason Holgate fékk rautt spjald fyrir þessa tæklingu á Kaoro Mitoma og eins og sést var lítið sem Holgate var sagt við þeirri ákvörðun dómarans.Vísir/Getty Þetta nýtti lið Brighton sér til hins ítrasta. Facundo Buonanoette skoraði á 20. mínútu og Danny Welbeck bætti öðru marki við fjórum mínútum síðar. Sheffield United tókst að skora undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af eftir skoðun myndbandsdómara. Ansi langan tíma tók að taka ákvörðun og voru liðsmenn Sheffield United allt annað en sáttir með dóminn. Staðan í hálfleik 2-0 og lið Sheffield gerði ágætlega í að halda aftur af liði Brighton allt fram á 75. mínútu þegar Jack Robinson skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark. 2-5 vs Brighton 0-5 vs Aston villa 0-5 vs BrightonSheffield United have conceded 5 goals in 3 consecutive home games pic.twitter.com/bMjo4Q4Cot— SPORTbible (@sportbible) February 18, 2024 Þá opnuðust flóðgáttir og Simon Adingra bætti tveimur mörkum við á skömmum tíma. Hann er nýkominn aftur til liðsins eftir að hafa unnið Afríkumótið með Fílabeinsströndinni og kemur greinilega sjóðandi heitur aftur til Brighton. Lokatölur 5-0 og Sheffield United því áfram geirneglt við botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar en Brighton er komið í 7. sæti eftir sigurinn. Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð þar sem Sheffield United fær á sig fimm mörk.
Enski boltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Sjá meira