Kalvin Philips sá rautt og Watkins tryggði Villa þrjú stig Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 17:15 Ollie Watkins fagnar hér öðru marka sinna í dag en líklegt er að enska knattspyrnusambandið verði ekki alltof sátt með notkun hans á reykbombu í fagninu. Vísir/Getty Aston Villa vann góðan útisigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag og lyfti sér upp í 4. sæti deildarinnar. Kalvin Philips virðist ekki ætla að ná sér á flug með West Ham því hann sá rautt spjald í tapi liðsins. Fyrir leik Aston Villa og Fulham í dag var lið Villa í 5. sæti og í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Fulham var í 14. sæti eftir erfitt gengi að undanförnu. Ollie Watkins var eins og svo oft áður hetja Villa í dag. Hann skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum í dag en hann er þar með kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeildinni. Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir Fulham sem aðeins hefur unnið einn sigur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Í Skírisskógi tóku heimamenn í Nottingham Forest á móti West Ham. David Moyes knattspyrnustjóri West Ham sagði það skyldu síns liðs að sýna góða frammistöðu eftir 6-0 tapið gegn Arsenal en honum varð þó ekki að ósk sinni. Kalvin Philips er að reyna að koma ferlinum af stað á ný en rauða spjaldið í dag hjálpar honum ekki í þeirri baráttu.Vísir/Getty Taiwo Awoniyi kom Forest í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks og í síðari hálfleiknum nældi Kalvin Philips sér í tvö gul spjöld með fjögurra mínútna millibili og West Ham því orðnir einum færri. Callum Hudson-Odoi bætti öðru marki við fyrir Forest í uppbótartíma og liðið fagnaði góðum 2-0 sigri. Leikur Newcastle og Bournemouth var markalaus í fyrri hálfleik en leikar æstust heldur betur eftir hlé. Dominic Solanke kom gestunum yfir á 51. mínútu en Anthony Gordon jafnaði metin fyrir Newcastle úr víti sjö mínútum síðar. Dominic Solanke skoraði annað marka Bournemouth í dag en sést hér svekktur í leikslok eftir að hans lið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.Vísir/Getty Antoine Semenyo kom Bournemouth í forystu á nýjan leik skömmu síðar en í uppbótartíma jafnaði reynsluboltinn Matt Ritchie metin og tryggði heimaliðinu stig. Newcastle er í 7. sæti deildarinnar og er fjórum stigum á eftir liði Manchester United í 6. sætinu. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Fyrir leik Aston Villa og Fulham í dag var lið Villa í 5. sæti og í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Fulham var í 14. sæti eftir erfitt gengi að undanförnu. Ollie Watkins var eins og svo oft áður hetja Villa í dag. Hann skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum í dag en hann er þar með kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeildinni. Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir Fulham sem aðeins hefur unnið einn sigur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Í Skírisskógi tóku heimamenn í Nottingham Forest á móti West Ham. David Moyes knattspyrnustjóri West Ham sagði það skyldu síns liðs að sýna góða frammistöðu eftir 6-0 tapið gegn Arsenal en honum varð þó ekki að ósk sinni. Kalvin Philips er að reyna að koma ferlinum af stað á ný en rauða spjaldið í dag hjálpar honum ekki í þeirri baráttu.Vísir/Getty Taiwo Awoniyi kom Forest í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks og í síðari hálfleiknum nældi Kalvin Philips sér í tvö gul spjöld með fjögurra mínútna millibili og West Ham því orðnir einum færri. Callum Hudson-Odoi bætti öðru marki við fyrir Forest í uppbótartíma og liðið fagnaði góðum 2-0 sigri. Leikur Newcastle og Bournemouth var markalaus í fyrri hálfleik en leikar æstust heldur betur eftir hlé. Dominic Solanke kom gestunum yfir á 51. mínútu en Anthony Gordon jafnaði metin fyrir Newcastle úr víti sjö mínútum síðar. Dominic Solanke skoraði annað marka Bournemouth í dag en sést hér svekktur í leikslok eftir að hans lið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.Vísir/Getty Antoine Semenyo kom Bournemouth í forystu á nýjan leik skömmu síðar en í uppbótartíma jafnaði reynsluboltinn Matt Ritchie metin og tryggði heimaliðinu stig. Newcastle er í 7. sæti deildarinnar og er fjórum stigum á eftir liði Manchester United í 6. sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira