Þetta er í fyrsta sinn sem að Jota hlýtur þessa nafnbót en Portúgalinn kom við sögu í öllum þremur deildarleikjum Liverpool í janúar, skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar.
Jota er annar leikmaður Liverpool til að hljóta nafnbótina í vetur en Mohamed Salah, sem verið hefur fjarverandi undanfarið vegna Afríkumótsins, var valinn bestur í október.
Klopp tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi yfirgefa Liverpool að lokinni leiktíðinni en liðið vann alla þrjá leiki sína í mánuðinum.
Klopp var síðast valinn stjóri mánaðarins í maí 2021 og hefur hlotið nafnbótina tíu sinnum. Aðeins Sir Alex Ferguson, Arsene Wenger og Pep Guardiola hafa verið valdir oftar.