Salah klár og enginn neyddur til að spila of snemma Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 13:04 Trent Alexander-Arnold missir af næstu leikjum Liverpool vegna meiðsla. Getty/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann sig knúinn til að svara efasemdaröddum þeirra sem telja að Trent Alexander-Arnold og Dominik Szoboszlai hafi verið látnir byrja of snemma að spila eftir meiðsli. Klopp ræddi við fréttamenn í dag vegna leiksins við Brentford í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun. Hann staðfesti meðal annars að staðan á Mohamed Salah væri góð, eftir að hann meiddist á Afríkumótinu með Egyptum. „Mo er byrjaður að æfa af fullum krafti, og þannig auðvitað sjálfkrafa í baráttu um byrjunarliðssæti. Ibou [Ibrahima Konaté] er ekki lengur í banni. Joe [Gomez] er aftur klár, Conor [Bradley] er kominn aftur, Ali [Alisson] er kominn aftur, svo það er allt jákvætt,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp says that Mo Salah is in contention to start for Liverpool against Brentford He also hit back at suggestions that they rushed Trent Alexander-Arnold back from injury pic.twitter.com/ZR8XO1Oyjg— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 16, 2024 Á meiðslalista Liverpool eru hins vegar meðal annarra Thiago og fyrrnefndir Alexander-Arnold og Szoboszlai. Alexander-Arnold náði aðeins tveimur leikjum eftir hnémeiðsli áður en þau tóku sig upp að nýju á dögunum og hann missir af næstu leikjum, þar á meðal úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea 25. febrúar. Szoboszlai meiddist sömuleiðis á ný í læri í fyrsta byrjunarliðsleik sínum eftir mánuð frá keppni. En Klopp segir leikmenn aldrei neydda til að byrja of snemma að spila: „Ég þarf að koma einu á hreint. Það var einhver umræða í sjónvarpi um að við gætum hafa þrýst of mikið á Trent að spila, því það hafa komið tvö bakslög sem er mjög óheppilegt og enginn vill það. En þetta eru ólík tilvik og ólíkar aðstæður. Í minni stjórnartíð höfum við aldrei neytt einhvern til að byrja aftur að spila, og munum aldrei gera það,“ sagði Klopp. Hann bætti við að auðvitað væri reynt að fá leikmenn aftur úr meiðslum eins fljótt og hægt væri, en aldrei þannig að þeir væru neyddir til að spila of snemma. Enski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Klopp ræddi við fréttamenn í dag vegna leiksins við Brentford í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun. Hann staðfesti meðal annars að staðan á Mohamed Salah væri góð, eftir að hann meiddist á Afríkumótinu með Egyptum. „Mo er byrjaður að æfa af fullum krafti, og þannig auðvitað sjálfkrafa í baráttu um byrjunarliðssæti. Ibou [Ibrahima Konaté] er ekki lengur í banni. Joe [Gomez] er aftur klár, Conor [Bradley] er kominn aftur, Ali [Alisson] er kominn aftur, svo það er allt jákvætt,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp says that Mo Salah is in contention to start for Liverpool against Brentford He also hit back at suggestions that they rushed Trent Alexander-Arnold back from injury pic.twitter.com/ZR8XO1Oyjg— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 16, 2024 Á meiðslalista Liverpool eru hins vegar meðal annarra Thiago og fyrrnefndir Alexander-Arnold og Szoboszlai. Alexander-Arnold náði aðeins tveimur leikjum eftir hnémeiðsli áður en þau tóku sig upp að nýju á dögunum og hann missir af næstu leikjum, þar á meðal úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea 25. febrúar. Szoboszlai meiddist sömuleiðis á ný í læri í fyrsta byrjunarliðsleik sínum eftir mánuð frá keppni. En Klopp segir leikmenn aldrei neydda til að byrja of snemma að spila: „Ég þarf að koma einu á hreint. Það var einhver umræða í sjónvarpi um að við gætum hafa þrýst of mikið á Trent að spila, því það hafa komið tvö bakslög sem er mjög óheppilegt og enginn vill það. En þetta eru ólík tilvik og ólíkar aðstæður. Í minni stjórnartíð höfum við aldrei neytt einhvern til að byrja aftur að spila, og munum aldrei gera það,“ sagði Klopp. Hann bætti við að auðvitað væri reynt að fá leikmenn aftur úr meiðslum eins fljótt og hægt væri, en aldrei þannig að þeir væru neyddir til að spila of snemma.
Enski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti