Salah klár og enginn neyddur til að spila of snemma Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2024 13:04 Trent Alexander-Arnold missir af næstu leikjum Liverpool vegna meiðsla. Getty/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann sig knúinn til að svara efasemdaröddum þeirra sem telja að Trent Alexander-Arnold og Dominik Szoboszlai hafi verið látnir byrja of snemma að spila eftir meiðsli. Klopp ræddi við fréttamenn í dag vegna leiksins við Brentford í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun. Hann staðfesti meðal annars að staðan á Mohamed Salah væri góð, eftir að hann meiddist á Afríkumótinu með Egyptum. „Mo er byrjaður að æfa af fullum krafti, og þannig auðvitað sjálfkrafa í baráttu um byrjunarliðssæti. Ibou [Ibrahima Konaté] er ekki lengur í banni. Joe [Gomez] er aftur klár, Conor [Bradley] er kominn aftur, Ali [Alisson] er kominn aftur, svo það er allt jákvætt,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp says that Mo Salah is in contention to start for Liverpool against Brentford He also hit back at suggestions that they rushed Trent Alexander-Arnold back from injury pic.twitter.com/ZR8XO1Oyjg— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 16, 2024 Á meiðslalista Liverpool eru hins vegar meðal annarra Thiago og fyrrnefndir Alexander-Arnold og Szoboszlai. Alexander-Arnold náði aðeins tveimur leikjum eftir hnémeiðsli áður en þau tóku sig upp að nýju á dögunum og hann missir af næstu leikjum, þar á meðal úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea 25. febrúar. Szoboszlai meiddist sömuleiðis á ný í læri í fyrsta byrjunarliðsleik sínum eftir mánuð frá keppni. En Klopp segir leikmenn aldrei neydda til að byrja of snemma að spila: „Ég þarf að koma einu á hreint. Það var einhver umræða í sjónvarpi um að við gætum hafa þrýst of mikið á Trent að spila, því það hafa komið tvö bakslög sem er mjög óheppilegt og enginn vill það. En þetta eru ólík tilvik og ólíkar aðstæður. Í minni stjórnartíð höfum við aldrei neytt einhvern til að byrja aftur að spila, og munum aldrei gera það,“ sagði Klopp. Hann bætti við að auðvitað væri reynt að fá leikmenn aftur úr meiðslum eins fljótt og hægt væri, en aldrei þannig að þeir væru neyddir til að spila of snemma. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Klopp ræddi við fréttamenn í dag vegna leiksins við Brentford í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á morgun. Hann staðfesti meðal annars að staðan á Mohamed Salah væri góð, eftir að hann meiddist á Afríkumótinu með Egyptum. „Mo er byrjaður að æfa af fullum krafti, og þannig auðvitað sjálfkrafa í baráttu um byrjunarliðssæti. Ibou [Ibrahima Konaté] er ekki lengur í banni. Joe [Gomez] er aftur klár, Conor [Bradley] er kominn aftur, Ali [Alisson] er kominn aftur, svo það er allt jákvætt,“ sagði Klopp. Jurgen Klopp says that Mo Salah is in contention to start for Liverpool against Brentford He also hit back at suggestions that they rushed Trent Alexander-Arnold back from injury pic.twitter.com/ZR8XO1Oyjg— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 16, 2024 Á meiðslalista Liverpool eru hins vegar meðal annarra Thiago og fyrrnefndir Alexander-Arnold og Szoboszlai. Alexander-Arnold náði aðeins tveimur leikjum eftir hnémeiðsli áður en þau tóku sig upp að nýju á dögunum og hann missir af næstu leikjum, þar á meðal úrslitaleik deildabikarsins gegn Chelsea 25. febrúar. Szoboszlai meiddist sömuleiðis á ný í læri í fyrsta byrjunarliðsleik sínum eftir mánuð frá keppni. En Klopp segir leikmenn aldrei neydda til að byrja of snemma að spila: „Ég þarf að koma einu á hreint. Það var einhver umræða í sjónvarpi um að við gætum hafa þrýst of mikið á Trent að spila, því það hafa komið tvö bakslög sem er mjög óheppilegt og enginn vill það. En þetta eru ólík tilvik og ólíkar aðstæður. Í minni stjórnartíð höfum við aldrei neytt einhvern til að byrja aftur að spila, og munum aldrei gera það,“ sagði Klopp. Hann bætti við að auðvitað væri reynt að fá leikmenn aftur úr meiðslum eins fljótt og hægt væri, en aldrei þannig að þeir væru neyddir til að spila of snemma.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira