Mourinho útskýrði af hverju hann hafnaði enska landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 23:31 José Mourinho er sem stendur án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma á Ítalíu. EPA-EFE/ANGELO CARCONI Portúgalska knattspyrnustjóranum José Mourinho bauðst á sínum tíma að taka við enska landsliðinu en ákvað að afþakka það. Mourinho greindi frá þessu í viðtali við FIVE, YouTube-rás Rio Ferdinand, þegar hann var spurður um álit sitt á því hver hefði verið bestur af þeim Steven Gerrard, Frank Lampard og Paul Scholes. „Ég hefði getað orðið landsliðsþjálfarinn þeirra. Tilboðið var á borðinu,“ sagði Mourinho en tækifærið gafst eftir að Steve McClaren var rekinn fyrir að mistakast að koma Englandi á EM 2008. Ítalinn Fabio Capello var svo ráðinn eftir að Mourinho sagði nei, en af hverju hafnaði hann starfinu? „Vegna þess að ég taldi að ég myndi ekki njóta þess að vera landsliðsþjálfari. Þetta var 2007-08 og herra Capello fékk starfið,“ sgaði Mourinho. Hann hafði hætt sem stjóri Chelsea í september 2007 og tók svið við Inter sumarið 2008. Hann hafði þá stýrt Chelsea til tveggja Englandsmeistaratitla, auk fleiri titla, og stýrði svo Inter meðal annars til sigurs í Meistaradeild Evrópu og til tveggja Ítalíumeistaratitla. Mourinho er án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað verið orðaður við enska landsliðið í gegnum tíðina og er talinn koma til greina sem arftaki Gareth Southgate fari svo að EM í sumar verði hans síðasta mót. Mourinho er að minnsta kosti hrifinn af þeim leikmönnum sem England hefur úr að velja. „Þetta er mjög góð kynslóð. Þeir komust í úrslitaleikinn [á EM 2020] og þeir geta gert það [unnið EM 2024]. Hugarfarið hjá þessum strákum sem hafa farið út, til dæmis [Jude] Bellingham, ég held að það sé eitthvað sem aðskilur hann frá strákunum sem fæddust í Englandi, ólust þar upp og spila þar. Hann kemur með eitthvað annað. Er veraldarvanur strákur. Hann er með mikinn og stóran persónuleika,“ sagði Mourinho. Hann kvaðst auk þess hrifinn af því sem að Southgate og aðstoðarmaður hans, Steve Holland, sem starfaði með Mourinho hjá Chelsea, hefðu gert með enska liðið. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Mourinho greindi frá þessu í viðtali við FIVE, YouTube-rás Rio Ferdinand, þegar hann var spurður um álit sitt á því hver hefði verið bestur af þeim Steven Gerrard, Frank Lampard og Paul Scholes. „Ég hefði getað orðið landsliðsþjálfarinn þeirra. Tilboðið var á borðinu,“ sagði Mourinho en tækifærið gafst eftir að Steve McClaren var rekinn fyrir að mistakast að koma Englandi á EM 2008. Ítalinn Fabio Capello var svo ráðinn eftir að Mourinho sagði nei, en af hverju hafnaði hann starfinu? „Vegna þess að ég taldi að ég myndi ekki njóta þess að vera landsliðsþjálfari. Þetta var 2007-08 og herra Capello fékk starfið,“ sgaði Mourinho. Hann hafði hætt sem stjóri Chelsea í september 2007 og tók svið við Inter sumarið 2008. Hann hafði þá stýrt Chelsea til tveggja Englandsmeistaratitla, auk fleiri titla, og stýrði svo Inter meðal annars til sigurs í Meistaradeild Evrópu og til tveggja Ítalíumeistaratitla. Mourinho er án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað verið orðaður við enska landsliðið í gegnum tíðina og er talinn koma til greina sem arftaki Gareth Southgate fari svo að EM í sumar verði hans síðasta mót. Mourinho er að minnsta kosti hrifinn af þeim leikmönnum sem England hefur úr að velja. „Þetta er mjög góð kynslóð. Þeir komust í úrslitaleikinn [á EM 2020] og þeir geta gert það [unnið EM 2024]. Hugarfarið hjá þessum strákum sem hafa farið út, til dæmis [Jude] Bellingham, ég held að það sé eitthvað sem aðskilur hann frá strákunum sem fæddust í Englandi, ólust þar upp og spila þar. Hann kemur með eitthvað annað. Er veraldarvanur strákur. Hann er með mikinn og stóran persónuleika,“ sagði Mourinho. Hann kvaðst auk þess hrifinn af því sem að Southgate og aðstoðarmaður hans, Steve Holland, sem starfaði með Mourinho hjá Chelsea, hefðu gert með enska liðið.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira