Reiðilesturinn um samlokuna kom Wilder í vandræði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 13:00 Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, getur ekki leynt vonbrigðum sínum á hliðarlínunni. Getty/Catherine Ivill Chris Wilder, knattspyrnustjóri Sheffield United, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sína um dómara eftir 3-2 tapleik á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði. Wilder var mjög ósáttur með ákvarðanir dómarann í leiknum og sagði að frammistaða Tony Harrington hafi verið út í hött. Hann talaði líka um það við fjölmiðla að dómarar væri líklegri til að dæma gegn félagi hans. Wilder er ákærður af aganefnd sambandsins fyrir að saka dómara um hlutdrægni eða draga efa á heiðarleika þeirra. Chris Wilder charged by FA after sandwich-gate comments @mcgrathmike#TelegraphFootball I #SUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) February 14, 2024 Wilder reiddist mikið yfir því að markvörður hans, Ivo Grbic, þurfti að yfirgefa völlinn með heilahristing eftir samstuð við Jean-Philippe Mateta hjá Palace. Mateta fékk ekki gult spjald. „Þetta er enn ein fáránlega frammistaðan frá dómaranum. Ég fékk að vita það frá dómara, sem er eins heiðarlegur og þeir finnast, að ég yrði að vera tilbúinn að því að allar 50-50 ákvarðanir myndu ekki falla með mér,“ sagði Chris Wilder, eftir leikinn. „Þeirra maður tekur markvörðinn okkar út úr leiknum. Það skiptir engu máli hvort að þetta hafi verið slys eða ekki. Þetta er alltaf gult spjald. Allar tæpar ákvarðanir voru á móti okkur,“ sagði Wilder. pic.twitter.com/VMWPJVdKqr— FA Spokesperson (@FAspokesperson) February 14, 2024 „Ég er ekki að horfa bara á síðustu tíu leiki heldur yfir lengra tímabil og áður en ég kom hingað. Kannski hugsa þeir: Þeir verða ekki lengi í deildinni og ég mun kannski dæma hjá hinum liðinu á næsta ári,“ sagði Wilder. Wilder nefndi það líka að einn dómaranna í leiknum hafi sýnt sér virðingarleysi þegar hann fór að ræða málin eftir leikinn. „Ég fór til dómarans og sagði honum mína skoðun. Einn af aðstoðarmönnum hans var að borða samloku og mér fannst hann með því sýna mér virðingarleysi. Vonandi naut hann samlokunnar á meðan hann var að tala við knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Wilder. Samlokuummælin hafa fengið enska miðla til að kalla það samloku-gate. BREAKING: Sheffield United boss Chris Wilder has been charged by The FA for media comments following their defeat at Crystal Palace on January 30. pic.twitter.com/Z4UDuOV5aS— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2024 Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Wilder var mjög ósáttur með ákvarðanir dómarann í leiknum og sagði að frammistaða Tony Harrington hafi verið út í hött. Hann talaði líka um það við fjölmiðla að dómarar væri líklegri til að dæma gegn félagi hans. Wilder er ákærður af aganefnd sambandsins fyrir að saka dómara um hlutdrægni eða draga efa á heiðarleika þeirra. Chris Wilder charged by FA after sandwich-gate comments @mcgrathmike#TelegraphFootball I #SUFC— Telegraph Football (@TeleFootball) February 14, 2024 Wilder reiddist mikið yfir því að markvörður hans, Ivo Grbic, þurfti að yfirgefa völlinn með heilahristing eftir samstuð við Jean-Philippe Mateta hjá Palace. Mateta fékk ekki gult spjald. „Þetta er enn ein fáránlega frammistaðan frá dómaranum. Ég fékk að vita það frá dómara, sem er eins heiðarlegur og þeir finnast, að ég yrði að vera tilbúinn að því að allar 50-50 ákvarðanir myndu ekki falla með mér,“ sagði Chris Wilder, eftir leikinn. „Þeirra maður tekur markvörðinn okkar út úr leiknum. Það skiptir engu máli hvort að þetta hafi verið slys eða ekki. Þetta er alltaf gult spjald. Allar tæpar ákvarðanir voru á móti okkur,“ sagði Wilder. pic.twitter.com/VMWPJVdKqr— FA Spokesperson (@FAspokesperson) February 14, 2024 „Ég er ekki að horfa bara á síðustu tíu leiki heldur yfir lengra tímabil og áður en ég kom hingað. Kannski hugsa þeir: Þeir verða ekki lengi í deildinni og ég mun kannski dæma hjá hinum liðinu á næsta ári,“ sagði Wilder. Wilder nefndi það líka að einn dómaranna í leiknum hafi sýnt sér virðingarleysi þegar hann fór að ræða málin eftir leikinn. „Ég fór til dómarans og sagði honum mína skoðun. Einn af aðstoðarmönnum hans var að borða samloku og mér fannst hann með því sýna mér virðingarleysi. Vonandi naut hann samlokunnar á meðan hann var að tala við knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Wilder. Samlokuummælin hafa fengið enska miðla til að kalla það samloku-gate. BREAKING: Sheffield United boss Chris Wilder has been charged by The FA for media comments following their defeat at Crystal Palace on January 30. pic.twitter.com/Z4UDuOV5aS— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2024
Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira