Eriksson fær hinstu óskina uppfyllta á Anfield Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 11:57 Sven-Göran Eriksson er stuðningsmaður Liverpool og fær að stýra liðinu á Anfield í einn dag. Getty/Massimo Insabato Sænski fótboltaþjálfarinn Sven-Göran Eriksson, sem kveðst í besta falli eiga ár eftir ólifað, fær draum sinn um að stýra Liverpool uppfylltan í næsta mánuði. Enska félagið greindi frá þessu í dag en Eriksson verður í þjálfarateymi Liverpool þegar liðið mætir Ajax á Anfield, í „goðsagnaleik“ fyrrverandi leikmanna. Í tilkynningu frá Liverpool segir að Eriksson verði í teymi með goðsögnum á borð við Ian Rush, John Barnes og John Aldridge, en um árlegan góðgerðaleik er að ræða. „Allir sem tengjast félaginu og LFC Foundation hlakka til að taka hlýlega á móti Liverpool-stuðningsmanninum Sven og fjölskyldu hans á Anfield, og sjá hann að störfum á hliðarlínunni, í frábærri góðgerðasöfnun,“ segir í tilkynningu Liverpool. We are delighted to confirm Sven-Goran Eriksson will be part of the #LFCLegends management team for the game against Ajax Legends at Anfield More info: https://t.co/qzBKmm4Htd pic.twitter.com/xsWr4KYUKf— Liverpool FC (@LFC) February 13, 2024 Eriksson greindi frá því í viðtali við P1 í Svíþjóð fyrir mánuði síðan að hann væri með ólæknandi krabbamein í brisi. „Það er hægt að hægja á því en meinið er ekki skurðtækt. Ég veit að ég á í besta falli ár eftir, í versta falli minna, kannski aðeins lengra. Læknarnir geta ekki verið vissir og sagt að þetta gerist þennan dag og þar fram eftir götunum. Það er betra að vita þetta ekki,“ sagði Eriksson. Hann byrjaði að glíma við heilsubrest í byrjun árs 2023 og dró sig þá í hlé frá störfum sínum fyrir Karlstad þar sem hann var íþróttastjóri. Eriksson kom víða við á löngum þjálfaraferli og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og á Ítalíu. Hann gerði Lazio meðal annars að ítölskum meisturum 2000, eftir að hafa unnið Evrópukeppni bikarhafa með liðinu, og ári seinna tók hann við enska landsliðinu. Svíinn stýrði því á þremur stórmótum áður en hann hætti með það 2006. Síðasta þjálfarastarf Eriksson, sem er 76 ára gamall, var hjá landsliði Filippseyja árið 2019. Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Enska félagið greindi frá þessu í dag en Eriksson verður í þjálfarateymi Liverpool þegar liðið mætir Ajax á Anfield, í „goðsagnaleik“ fyrrverandi leikmanna. Í tilkynningu frá Liverpool segir að Eriksson verði í teymi með goðsögnum á borð við Ian Rush, John Barnes og John Aldridge, en um árlegan góðgerðaleik er að ræða. „Allir sem tengjast félaginu og LFC Foundation hlakka til að taka hlýlega á móti Liverpool-stuðningsmanninum Sven og fjölskyldu hans á Anfield, og sjá hann að störfum á hliðarlínunni, í frábærri góðgerðasöfnun,“ segir í tilkynningu Liverpool. We are delighted to confirm Sven-Goran Eriksson will be part of the #LFCLegends management team for the game against Ajax Legends at Anfield More info: https://t.co/qzBKmm4Htd pic.twitter.com/xsWr4KYUKf— Liverpool FC (@LFC) February 13, 2024 Eriksson greindi frá því í viðtali við P1 í Svíþjóð fyrir mánuði síðan að hann væri með ólæknandi krabbamein í brisi. „Það er hægt að hægja á því en meinið er ekki skurðtækt. Ég veit að ég á í besta falli ár eftir, í versta falli minna, kannski aðeins lengra. Læknarnir geta ekki verið vissir og sagt að þetta gerist þennan dag og þar fram eftir götunum. Það er betra að vita þetta ekki,“ sagði Eriksson. Hann byrjaði að glíma við heilsubrest í byrjun árs 2023 og dró sig þá í hlé frá störfum sínum fyrir Karlstad þar sem hann var íþróttastjóri. Eriksson kom víða við á löngum þjálfaraferli og vann titla í Svíþjóð, Portúgal og á Ítalíu. Hann gerði Lazio meðal annars að ítölskum meisturum 2000, eftir að hafa unnið Evrópukeppni bikarhafa með liðinu, og ári seinna tók hann við enska landsliðinu. Svíinn stýrði því á þremur stórmótum áður en hann hætti með það 2006. Síðasta þjálfarastarf Eriksson, sem er 76 ára gamall, var hjá landsliði Filippseyja árið 2019.
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira