„Þurftum að fara varlega með Trent“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. febrúar 2024 23:15 Jurgen Klopp fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að hann hafi þurft að fara varlega með Trent Alexander-Arnold sem fór af velli í hálfleik í sigri Liverpool gegn Burnley í dag. Hann segir mörg lið vera í baráttunni um titilinn. Liverpool vann 3-1 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn var torsóttur og fór Burnley illa með nokkur færi til að skora í leiknum þegar liðið gat jafnað leikinn. „Ég get ímyndað mér hvernig Vincent Kompany (knattspyrnustjóri Burnley) líður því þeir gerðu margt mjög vel í dag og létu okkur líða illa. Á fyrstu fimmtán mínútunum vorum við að flýta okkur of mikið. Eftir það áttu þeir skyndisóknir og þær voru vandamál. Síðan slökuðum við á og skoruðum góð mörk,“ sagði Klopp í viðtali við Skysports eftir leik. Trent Alexander-Arnold fór af velli í hálfleik þegar staðan var 1-1. Hann er nýkominn aftur í liðið eftir meiðsli og fann fyrir þeim á nýjan leik í dag. „Við vissum í hálfleik hvað við þyrftum að gera. Við vorum með stjórnina en við þurftum að skipta Alexander-Arnold af velli og við erum fáliðaðir í vörninni. Curtis Jones gerði mjög vel og Harvey Elliott líka þegar hann kom inn,“ en Jones fór í hægri bakvörðinn þegar Alexander-Arnold fór af velli. „Þessi lið eru öll í baráttunni“ „Þetta var erfiður leikur og skrýtnar kringumstæður. Með allt það sem hefur gerst og leikmenn að detta út, markvörðurinn datt út rétt fyrir leik. Þetta var fullkomið síðdegi fyrir utan meiðsli Trent,“ en markvörðurinn Alisson spilaði ekki vegna veikinda í dag frekar en Joe Gomez. Klopp virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af meiðslum Alexander-Arnold sem er nýkominn aftur eftir að hafa misst af leikjum vegna meiðsla á hné. „Meiðsli Trent eru á sama stað í hnénu. Ekkert mjög slæmt en hann fann fyrir því á ný og við þurfum að sjá. Við munum meta þetta, við vissum af þessu í leiknum og hugsuðum hvað við gætum gert. Trent sagðist vera í lagi en það er það auðvitað ekki fyrst hann finnur fyrir þessu. Við þurftum að fara varlega og taka hann af velli.“ Titilbaráttan á Englandi er æsispennandi. Liverpool er í efsta sæti og Manchester City í öðru sæti tveimur stigum á eftir. Arsenal getur jafnað City að stigum með sigri á morgun og Tottenham er aðeins sjö stigum á eftir Liverpool. Aston Villa getur farið upp fyrir Tottenham með sigri gegn Manchester United á morgun. „Þetta er svona í hverri viku. Svo bætir þú við Tottenham sem vann góðan sigur í dag. Villa spilar á morgun. Þessi lið eru öll í baráttunni og Arsenal líka. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Liverpool vann 3-1 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn var torsóttur og fór Burnley illa með nokkur færi til að skora í leiknum þegar liðið gat jafnað leikinn. „Ég get ímyndað mér hvernig Vincent Kompany (knattspyrnustjóri Burnley) líður því þeir gerðu margt mjög vel í dag og létu okkur líða illa. Á fyrstu fimmtán mínútunum vorum við að flýta okkur of mikið. Eftir það áttu þeir skyndisóknir og þær voru vandamál. Síðan slökuðum við á og skoruðum góð mörk,“ sagði Klopp í viðtali við Skysports eftir leik. Trent Alexander-Arnold fór af velli í hálfleik þegar staðan var 1-1. Hann er nýkominn aftur í liðið eftir meiðsli og fann fyrir þeim á nýjan leik í dag. „Við vissum í hálfleik hvað við þyrftum að gera. Við vorum með stjórnina en við þurftum að skipta Alexander-Arnold af velli og við erum fáliðaðir í vörninni. Curtis Jones gerði mjög vel og Harvey Elliott líka þegar hann kom inn,“ en Jones fór í hægri bakvörðinn þegar Alexander-Arnold fór af velli. „Þessi lið eru öll í baráttunni“ „Þetta var erfiður leikur og skrýtnar kringumstæður. Með allt það sem hefur gerst og leikmenn að detta út, markvörðurinn datt út rétt fyrir leik. Þetta var fullkomið síðdegi fyrir utan meiðsli Trent,“ en markvörðurinn Alisson spilaði ekki vegna veikinda í dag frekar en Joe Gomez. Klopp virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af meiðslum Alexander-Arnold sem er nýkominn aftur eftir að hafa misst af leikjum vegna meiðsla á hné. „Meiðsli Trent eru á sama stað í hnénu. Ekkert mjög slæmt en hann fann fyrir því á ný og við þurfum að sjá. Við munum meta þetta, við vissum af þessu í leiknum og hugsuðum hvað við gætum gert. Trent sagðist vera í lagi en það er það auðvitað ekki fyrst hann finnur fyrir þessu. Við þurftum að fara varlega og taka hann af velli.“ Titilbaráttan á Englandi er æsispennandi. Liverpool er í efsta sæti og Manchester City í öðru sæti tveimur stigum á eftir. Arsenal getur jafnað City að stigum með sigri á morgun og Tottenham er aðeins sjö stigum á eftir Liverpool. Aston Villa getur farið upp fyrir Tottenham með sigri gegn Manchester United á morgun. „Þetta er svona í hverri viku. Svo bætir þú við Tottenham sem vann góðan sigur í dag. Villa spilar á morgun. Þessi lið eru öll í baráttunni og Arsenal líka.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti