Eins og Vísir hefur greint frá þá bárust þær fréttir í vikunni að óviðeigandi hegðun Horners í garð starfsmanns Red Bull væri til rannsóknar. Utanaðkomandi aðili sér um rannsóknina og fór fyrsta viðtalið fram í dag.
Á vef Sky Sports kemur fram að það fyrsti hluti rannsóknarinnar hafi varið fram í Lundúnum í dag. Var Horner yfirheyrður í allt að átta tíma en samkvæmt fréttinni virðist engin niðurstaða komin í málið.
Horner stendur fastur á því að hafa ekkert gert af sér og vill hreinsa nafn sitt.