Það var þó ekki af því að leikmaðurinn eða liðin vildu það ekki heldur vegna mistaka á skrifstofu enska félagsins.
McGuire átti að fara á láni í sex mánuði frá Orlando City til Blackburn og bandaríska félagið hafði meira að segja tilkynnt um brottför framherjans.
Exact nature of the paperwork error at the heart of Blackburn s Duncan McGuire deal,
— Tom Bogert (@tombogert) February 6, 2024
The club thought they clicked submit paperwork before the deadline, but they only clicked save .
When they realized it wasn t submitted, the window had already shuthttps://t.co/S5fgFWX7YR
Blackburn klúðraði hins vegar algjörlega málunum með því að gleyma að ýta á senda takkann þegar allir pappírarnir voru klárir. Starfsmaður Blackburn vistaði upplýsingarnar í kerfinu en áttaði sig ekki á því að hann þurfti að ýta á senda líka.
Gögnin skiluðu sér því ekki áður en félagsskiptaglugginn lokaði 1. febrúar síðastliðinn og enska deildin samþykkti þau þar af leiðandi ekki.
Blackburn áfrýjaði því og reyndi að fá undanþágu vegna þessara mistaka en yfirmenn ensku deildarkeppninnar höfnuðu þeirri beiðni í gær.
McGuire er 23 ára og 185 sentimetra framherji sem snýr nú aftur til Flórída til að spila áfram með Orlando City.
McGuire skoraði 13 mörk í 16 deildarleikjum með Orlando á síðustu leiktíð og spilaði sinn fyrsta A-landsleik í síðasta mánuði.
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson spilar með Blackburn Rovers.
BREAKING: Blackburn Rovers has been unsuccessful in its attempts to sign Duncan McGuire on loan from MLS side Orlando City pic.twitter.com/hEEOhBKD61
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 8, 2024