Spænski miðjumaðurinn lék sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar Liverpool tapaði fyrir Arsenal, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Thiago kom inn á þegar fimm mínútur voru til leiksloka.
Þessar fimm mínútur voru þó nóg fyrir Thiago til að meiðast á ný. Óvíst er hversu lengi frá hann verður að þessu sinni.
Thiago hefur verið mikið meiddur á sínum ferli. Síðan hann kom til Liverpool 2020 hefur hann misst af áttatíu leikjum vegna meiðsla. Thiago hefur einungis spilað 98 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum og skorað þrjú mörk.
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Burnley á heimavelli á laugardaginn.