Verður mögulega ekki liðsfélagi Arnórs eftir algjört klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 09:00 Arnór Sigurðsson fagnar marki Blackburn með liðsfélögum sínum Sondre Tronstad, Tyrhys Dolan og Sammie Szmodics. Getty/Clive Brunskill Bandaríski landsliðsmaðurinn Duncan McGuire var á leiðinni til enska B-deildarfélagsins Blackburn Rovers áður en glugginn lokaði en enska félagið hefur nú gefið það út að mistök komu í veg fyrir að félagsskiptin gengu í gegn. McGuire átti að koma til Blackburn á láni frá MLS liðinu Orlando City. Fyrir aðeins fimm dögum tilkynnti Orlando City að leikmaðurinn væri á leiðinni í sex mánaða lán til enska félagsins. Það stóð að því virtist ekkert í vegi fyrir að hann yrði liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar. Enska deildin samþykkti hins vegar ekki skiptin þar sem hún var ekki búinn að fá allar nauðsynlegar upplýsingar áður en glugginn lokaði klukkan ellefu á fimmtudagskvöldið. „Það var búið að ganga frá öllum pappírum fyrir klukkan tíu fimmtudaginn 1. febrúar en vegna mistaka þá fóru gögnin ekki rétta leið áður en glugginn lokaðist,“ sagði í yfirlýsingu frá Blackburn. Club Statement - Duncan McGuire https://t.co/bHP1JeWs7N#Rovers pic.twitter.com/c1NdGLooXj— Blackburn Rovers (@Rovers) February 6, 2024 Blackburn er að reyna að koma félagsskiptunum í gegn með því að fá undanþágu hjá yfirstjórn ensku deildarkeppninnar. „Lögmenn félagsins hafa tekið saman nauðsynlega pappíra og sent stjórn ensku deildarkeppninnar sem mun fara yfir málið fimmtudaginn 8. febrúar,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni. McGuire skoraði fimmtán mörk fyrir Orlando á síðasta tímabili og mun haldi kyrru fyrir í Bretlandi þar til lokaniðurstaða fæst í málið. Fái skiptin ekki undanþágu þá mun hann snúa aftur til Bandaríkjanna og verða aftur leikmaður Orlando City. Blackburn, sem varð enskur meistari 1995, er að reyna að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildinni þar sem félagið hefur ekki verið síðan 2012. Liðið er í átjánda sæti ensku B-deildarinnar og langt frá því markmiði. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er eins og áður sagði leikmaður Blackburn og er með fimm mörk og eina stoðsendingu í 21 leik á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Sjá meira
McGuire átti að koma til Blackburn á láni frá MLS liðinu Orlando City. Fyrir aðeins fimm dögum tilkynnti Orlando City að leikmaðurinn væri á leiðinni í sex mánaða lán til enska félagsins. Það stóð að því virtist ekkert í vegi fyrir að hann yrði liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar. Enska deildin samþykkti hins vegar ekki skiptin þar sem hún var ekki búinn að fá allar nauðsynlegar upplýsingar áður en glugginn lokaði klukkan ellefu á fimmtudagskvöldið. „Það var búið að ganga frá öllum pappírum fyrir klukkan tíu fimmtudaginn 1. febrúar en vegna mistaka þá fóru gögnin ekki rétta leið áður en glugginn lokaðist,“ sagði í yfirlýsingu frá Blackburn. Club Statement - Duncan McGuire https://t.co/bHP1JeWs7N#Rovers pic.twitter.com/c1NdGLooXj— Blackburn Rovers (@Rovers) February 6, 2024 Blackburn er að reyna að koma félagsskiptunum í gegn með því að fá undanþágu hjá yfirstjórn ensku deildarkeppninnar. „Lögmenn félagsins hafa tekið saman nauðsynlega pappíra og sent stjórn ensku deildarkeppninnar sem mun fara yfir málið fimmtudaginn 8. febrúar,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni. McGuire skoraði fimmtán mörk fyrir Orlando á síðasta tímabili og mun haldi kyrru fyrir í Bretlandi þar til lokaniðurstaða fæst í málið. Fái skiptin ekki undanþágu þá mun hann snúa aftur til Bandaríkjanna og verða aftur leikmaður Orlando City. Blackburn, sem varð enskur meistari 1995, er að reyna að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildinni þar sem félagið hefur ekki verið síðan 2012. Liðið er í átjánda sæti ensku B-deildarinnar og langt frá því markmiði. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er eins og áður sagði leikmaður Blackburn og er með fimm mörk og eina stoðsendingu í 21 leik á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Sjá meira