Taplaus í heilt ár og raðar inn titlum Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 15:30 Ber er hver að baki nema sér Rodri eigi, gæti Phil Foden verið að hugsa. Getty/Chris Brunskill Spænski miðjumaðurinn Rodri gat fagnað merkum áfanga um leið og hann fagnaði 3-1 sigri Manchester City gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Eins og stundum áður var það einhver af liðsfélögum Rodri sem stal senunni í leiknum og í þetta sinn var það Phil Foden sem skoraði þrennu. Rodri, sem margir telja besta varnarsinnaða miðjumann heims í dag, stóð hins vegar einnig vel fyrir sínu eins og nánast alltaf. Núna hefur Rodri spilað fóbolta með City í heilt ár án þess að tapa einum einasta leik. Hann kom sem sagt ekkert við sögu í þeim fimm leikjum sem City hefur tapað á þessum tíma. Þess ber þó að geta að til að þessi tapleysisstaðreynd gangi upp þá er leikurinn við Arsenal um Samfélagsskjöldinn flokkaður sem jafntefli, en Arsenal vann svo í vítaspyrnukeppni. The last game Rodri lost with Man City was on February 5, 2023.42 wins, 10 draws and five trophies later, he completes a full year undefeated pic.twitter.com/FmXm8pGP1n— B/R Football (@brfootball) February 5, 2024 Á þessum tíma hefur Rodri þó fagnað hverjum titlinum á fætur öðrum. Hann vann Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða með City-liðinu. Mark frá Rodri tryggði City Evrópumeistaratitilinn sem félagið hafði þráð svo lengi. Síðasta sumar vann hann sömuleiðis Þjóðadeild UEFA með spænska landsliðinu. Eina tap Rodri með spænska landsliðinu síðastliðna tólf mánuði var 2-0 tap gegn Skotum í undankeppni EM, þar sem Scott McTominay skoraði bæði mörkin. Rodri, sem er 27 ára gamall, kom til City frá Atlético Madrid sumarið 2019 en City nýtti þá klásúlu í samningi hans við Atlético sem gerði hann falan fyrir 62,8 milljónir punda, sem þá var metfé í sögu City. Hann skrifaði þá undir samning til fimm ára við félagið en núgildandi samningur hans er til sumarsins 2027. Enski boltinn Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Eins og stundum áður var það einhver af liðsfélögum Rodri sem stal senunni í leiknum og í þetta sinn var það Phil Foden sem skoraði þrennu. Rodri, sem margir telja besta varnarsinnaða miðjumann heims í dag, stóð hins vegar einnig vel fyrir sínu eins og nánast alltaf. Núna hefur Rodri spilað fóbolta með City í heilt ár án þess að tapa einum einasta leik. Hann kom sem sagt ekkert við sögu í þeim fimm leikjum sem City hefur tapað á þessum tíma. Þess ber þó að geta að til að þessi tapleysisstaðreynd gangi upp þá er leikurinn við Arsenal um Samfélagsskjöldinn flokkaður sem jafntefli, en Arsenal vann svo í vítaspyrnukeppni. The last game Rodri lost with Man City was on February 5, 2023.42 wins, 10 draws and five trophies later, he completes a full year undefeated pic.twitter.com/FmXm8pGP1n— B/R Football (@brfootball) February 5, 2024 Á þessum tíma hefur Rodri þó fagnað hverjum titlinum á fætur öðrum. Hann vann Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða með City-liðinu. Mark frá Rodri tryggði City Evrópumeistaratitilinn sem félagið hafði þráð svo lengi. Síðasta sumar vann hann sömuleiðis Þjóðadeild UEFA með spænska landsliðinu. Eina tap Rodri með spænska landsliðinu síðastliðna tólf mánuði var 2-0 tap gegn Skotum í undankeppni EM, þar sem Scott McTominay skoraði bæði mörkin. Rodri, sem er 27 ára gamall, kom til City frá Atlético Madrid sumarið 2019 en City nýtti þá klásúlu í samningi hans við Atlético sem gerði hann falan fyrir 62,8 milljónir punda, sem þá var metfé í sögu City. Hann skrifaði þá undir samning til fimm ára við félagið en núgildandi samningur hans er til sumarsins 2027.
Enski boltinn Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira