Báðar voru þær á skotskónum um helgina þegar Växjö vann 4-2 sigur á Jitex BK í æfingaleik fyrir komandi tímabil í sænsku úrvalsdeildinni.
Bryndís skoraði tvívegis eftir að Þórdís Elva hafði skorað fyrsta markið í leiknum.
Bryndís og Þórdís urðu báðar Íslandsmeistarar með Val á síðasta ári og þær léku áður saman hjá Fylki. Þetta er því þriðja félagið þar sem þær eru liðsfélagar.
Í æfingaleik á móti unglingaliði félagsins í síðustu viku skoruðu íslensku stelpurnar líka en Bryndís var þá einnig með tvö mörk og Þórdís eitt í 6-0 sigri.
Fyrir þá sem geta snúið skjánum við þá má sjá mörkin á móti Jitex hér fyrir neðan.