Leeds United fékk Spence á láni síðasta haust. Lánssamningnum var hins vegar rift í byrjun þessa árs. Spence spilaði aðeins sjö leiki fyrir Leeds.
Daniel Farke, knattspyrnustjóri Leeds, var ekki ánægður með Spence, hvorki innan vallar né utan. Hann var meðal annars gríðarlega óstundvís.
Spence var svo óstundvís að hann mætti meira að segja seint á fundinn þar sem Farke tjáði honum að Leeds myndi rifta lánssamningnum.
Þann 11. janúar fór Spence á láni til Genoa á Ítalíu þar sem hann leikur með Alberti Guðmundssyni. Spence hefur leikið tvo deildarleiki með Genoa.