Segir að Mainoo minni sig á Seedorf Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2024 12:00 Samherjar Kobbies Mainoo fagna honum eftir sigur Manchester United á Wolves. getty/Marc Atkins Maður gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni var hinn átján ára Kobbie Mainoo, átján ára leikmaður Manchester United. Fyrrverandi leikmaður liðsins líkti honum við mikla hetju eftir sigurinn á Wolves. Mainoo kom United til bjargar á Molineux í gær en hann skoraði sigurmark liðsins þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Skömmu áður hafði Pedro Neto jafnað í 3-3 fyrir Wolves sem virtist vera búið að tryggja sér stig þrátt fyrir að lenda tvisvar tveimur mörkum undir. En Mainoo var á öðru máli. Mainoo skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að hafa leikið á nokkra leikmenn Úlfanna. Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður United, sagði að taktarnir sem Mainoo sýndi hafi minnt sig á leikmann sem hann mætti nokkrum sinnum á ferlinum, Clarence Seedorf. „Ég var í rusli og svo kemur Kobbie Mainoo með augnablik sem við höfum séð í unglingaliðunum áður,“ sagði Ferdinand. „Yfirvegunin sem þessi strákur sýnir á þessu stigi var áberandi í þessum leik. Í yngri liðunum leit hann alltaf út fyrir að vera klassaleikmaður og að færa það yfir í aðalliðið án nokkurra vandræða er merki um leikmann sem á bjarta framtíð fyrir höndum. Hann skilur kröfurnar sem eru hér, söguna og allt.“ Ferdinand líkti Mainoo svo við Seedorf sem átti frábæran feril með Ajax, Real Madrid, Inter og AC Milan. „Ég er ekki að segja að hann sé sami leikmaður eða með sömu hæfileika en hann minnir mig á Seedorf. Það hvernig hann smokrar sér framhjá mönnum í þröngum stöðum, skýlir boltanum og notar líkamann,“ sagði Ferdinand um Mainoo hefur alls leikið tólf leiki fyrir aðallið United og skorað tvö mörk. Næsti leikur United er gegn West Ham United á Old Trafford á sunnudaginn. Liðin eru í 6. og 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en West Ham er einu stigi á undan United. Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Mainoo kom United til bjargar á Molineux í gær en hann skoraði sigurmark liðsins þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Skömmu áður hafði Pedro Neto jafnað í 3-3 fyrir Wolves sem virtist vera búið að tryggja sér stig þrátt fyrir að lenda tvisvar tveimur mörkum undir. En Mainoo var á öðru máli. Mainoo skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að hafa leikið á nokkra leikmenn Úlfanna. Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður United, sagði að taktarnir sem Mainoo sýndi hafi minnt sig á leikmann sem hann mætti nokkrum sinnum á ferlinum, Clarence Seedorf. „Ég var í rusli og svo kemur Kobbie Mainoo með augnablik sem við höfum séð í unglingaliðunum áður,“ sagði Ferdinand. „Yfirvegunin sem þessi strákur sýnir á þessu stigi var áberandi í þessum leik. Í yngri liðunum leit hann alltaf út fyrir að vera klassaleikmaður og að færa það yfir í aðalliðið án nokkurra vandræða er merki um leikmann sem á bjarta framtíð fyrir höndum. Hann skilur kröfurnar sem eru hér, söguna og allt.“ Ferdinand líkti Mainoo svo við Seedorf sem átti frábæran feril með Ajax, Real Madrid, Inter og AC Milan. „Ég er ekki að segja að hann sé sami leikmaður eða með sömu hæfileika en hann minnir mig á Seedorf. Það hvernig hann smokrar sér framhjá mönnum í þröngum stöðum, skýlir boltanum og notar líkamann,“ sagði Ferdinand um Mainoo hefur alls leikið tólf leiki fyrir aðallið United og skorað tvö mörk. Næsti leikur United er gegn West Ham United á Old Trafford á sunnudaginn. Liðin eru í 6. og 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en West Ham er einu stigi á undan United.
Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira