Sá sem talað var um í klefa Man. Utd: „Eins og að mig sé að dreyma“ Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 07:31 Kobbie Mainoo var vel fagnað eftir að hann skoraði glæsilegt sigurmark Manchester United í gærkvöld. Getty/James Gill Rasmus Höjlund segir það hafa verið mál manna í búningsklefa Manchester United síðasta sumar að í hópnum væri einstakt hæfileikabúnt, Kobbie Mainoo. Sá síðarnefndi átti í gær kvöld sem var draumi líkast. Mainoo tryggði United ótrúlegan 4-3 sigur gegn Wolves á útivelli í gærkvöld, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir nokkra yfirburði United í leiknum tókst Wolves að jafna metin með tveimur mörkum seint í leiknum, og það seinna kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Þó reyndist enn tími fyrir Mainoo til að skora afar laglegt sigurmark. Mainoo hafði áður skorað í bikarsigri á Newport County á sunnudaginn en þetta var fyrsta deildarmark þessa 18 ára miðjumanns fyrir United, sem hefur spilað átta deildarleiki í vetur. „Draumur að rætast“ „Þetta er draumur að rætast. Það er svo erfitt að koma hingað, þeim hefur vegnað vel á heimavelli, en við urðum að vinna. Ég er ekki enn búinn að jafna mig. Það er eins og að mig sé að dreyma, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Mainoo við TNT Sports eftir sigurinn. „Það að byrja að spila í úrvalsdeildinni, fyrir félagið mitt, er stórkostlegt. Núna reyni ég bara að ná fleiri svona leikjum í röð, vinna fleiri leiki og koma okkur á almennilegt skrið,“ sagði Mainoo. Rasmus Hojlund reveals: "All the lads were speaking about Kobbie Mainoo in the summer when I first joined"."All of them in the dressing room were always saying that he's a generational talent". pic.twitter.com/B7a1cDGzgJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 2, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sagði öllum hafa verið ljóst hve mikið byggi í Mainoo. „Það voru allir strákarnir að tala um Kobbie Mainoo síðasta sumar, þegar ég kom hingað fyrst. Allir í búningsklefanum voru að tala um að hann væri hæfileikabúnt næstu kynslóðar,“ sagði Höjlund. Fyrirliðinn Bruno Fernandes hrósaði miðjumanninum: „Hann er mjög hæfileikaríkur. Ég hef sagt það áður, þegar hann spilaði með U18-liðinu fyrir 2-3 árum þá sagði ég vini mínum sem vildi sjá leiki liðsins frá Kobbie. Án þess þó að vita að hann yrði alveg þessi leikmaður.“ Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Mainoo tryggði United ótrúlegan 4-3 sigur gegn Wolves á útivelli í gærkvöld, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir nokkra yfirburði United í leiknum tókst Wolves að jafna metin með tveimur mörkum seint í leiknum, og það seinna kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Þó reyndist enn tími fyrir Mainoo til að skora afar laglegt sigurmark. Mainoo hafði áður skorað í bikarsigri á Newport County á sunnudaginn en þetta var fyrsta deildarmark þessa 18 ára miðjumanns fyrir United, sem hefur spilað átta deildarleiki í vetur. „Draumur að rætast“ „Þetta er draumur að rætast. Það er svo erfitt að koma hingað, þeim hefur vegnað vel á heimavelli, en við urðum að vinna. Ég er ekki enn búinn að jafna mig. Það er eins og að mig sé að dreyma, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Mainoo við TNT Sports eftir sigurinn. „Það að byrja að spila í úrvalsdeildinni, fyrir félagið mitt, er stórkostlegt. Núna reyni ég bara að ná fleiri svona leikjum í röð, vinna fleiri leiki og koma okkur á almennilegt skrið,“ sagði Mainoo. Rasmus Hojlund reveals: "All the lads were speaking about Kobbie Mainoo in the summer when I first joined"."All of them in the dressing room were always saying that he's a generational talent". pic.twitter.com/B7a1cDGzgJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 2, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sagði öllum hafa verið ljóst hve mikið byggi í Mainoo. „Það voru allir strákarnir að tala um Kobbie Mainoo síðasta sumar, þegar ég kom hingað fyrst. Allir í búningsklefanum voru að tala um að hann væri hæfileikabúnt næstu kynslóðar,“ sagði Höjlund. Fyrirliðinn Bruno Fernandes hrósaði miðjumanninum: „Hann er mjög hæfileikaríkur. Ég hef sagt það áður, þegar hann spilaði með U18-liðinu fyrir 2-3 árum þá sagði ég vini mínum sem vildi sjá leiki liðsins frá Kobbie. Án þess þó að vita að hann yrði alveg þessi leikmaður.“
Enski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira