Newcastle vann góðan 3-1 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær. Bruno Guimares komst ekki á blað í leiknum en kom sér engu að síður í fréttirnar að honum loknum eftir samskipti sín við stuðningsmann liðsins.
Þegar Guimares gekk að velli náði stuðningsmaður Newcastle athygli Brasilíumannsins á leið hans að leikmannagöngunum. Stuðningsmaðurinn hélt þar á nokkrum Kinder Bueno súkkulaðistykkjum sem Guimares horfði hýru auga til. Guimares sést síðan klæða sig úr keppnistreyjunni og afhenda stuðningsmanninum í skiptum fyrir súkkulaðið.
Bruno Guimarães swapped his match worn shirt for a fans Kinder Bueno last night.
— Project Football (@ProjectFootball) January 31, 2024
Best league in the world. pic.twitter.com/pmGVV6fmN0
Á leið sinni til búningsklefans sýndi hann feng sinn og gat ekki leynt gleði sinni. Myndband af atvikinu hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum og er grínast með að Guimares hafi gert bestu kaup félagaskiptagluggans sem hefur verið ansi tíðindalítill hingað til.
Í heimildamyndinni „We are Newcaslte United“ sem sýnd var á Amazon Prime greindi Guimares frá ást sinni á súkkulaði. Í einum þáttanna sagðist Guimares vera á leið í megrun fyrir brúðkaup sitt og unnustu hans Ana Lidia Martins.
„Ég er veikur fyrir sætindum. Súkkulaði, súkkulaði er minn veikleiki. Það er best að við hættum að tala um það.“