Slagsmál hófust þegar Matheus Cunha kom Wolves tveimur mörkum yfir á 78. mínútu. Leikur var stöðvaður meðan lögregla leysti úr málunum, og hófst svo aftur um tíu mínútum síðar. Leikmenn fóru inn í búningsherbergi þegar áhorfendur byrjuðu að hlaupa inn á völlinn.

West Brom og Wolves eru nágrannalið og eilífir erkifjendur. Bæði lið hafa fordæmt hegðun stuðningsmanna sinna og sagst ætla að gera allt sem þau geta til að hjálpa lögreglunni að hafa uppi á sökudólgum.

Kyle Bartley, varnarmaður West Brom, stökk upp í stúku til að sækja börnin sín og bjarga þeim frá óeirðunum. The Athletic greindi svo frá því að boltasækir við störf á leiknum hafi orðið fyrir höfuðmeiðslum.
Some players such as Kyle Bartley secures their family after the incident at the Hawthorns. #EmiratesFACup #WBAWOL
— NurFußball_EN (@Nurfussbal) January 28, 2024
pic.twitter.com/ApOfKUYM4s
Eins og áður segir voru sex handteknir í kjölfarið. Búast má við því að fleiri fái bann frá leikvanginum. Enska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hegðunin var sögð „algjörlega óásættanleg“.
Frekari rannsókn málsins mun eiga sér stað á næstu dögum.