Andvirði sölunnar er sagt um 450.000 evrur, upphæð sem gæti hækkað um aðrar 50.000 evrur. Ramirez tekur því fram úr enska landsliðskonunni Keiru Walsh, sem var seld til Barcelona frá Man. City fyrir 400.000 evrur í september 2022.
Ramirez er 24 ára gamall framherji og skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við Englandsmeistara Chelsea. Hún skilur Levante eftir í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, níu stigum á eftir Barcelona sem trónir á toppnum.
🗣️Emma Hayes on new signing Mayra Ramírez:
— Chelsea women team (@CFC__Women) January 27, 2024
“She trained with the team, it’s great to have her and we’re very excited. Everyone knows her qualities, she’s got an unbelievable presence and size. It’s not just her ability to hold up the ball and get in the box, she’s powerful and… pic.twitter.com/R2DiE6anhF
Chelsea fékk hana til félagsins eftir að Sam Kerr, aðalframherji liðsins, meiddist illa á dögunum. Cat Macario, annar framherji Chelsea, hefur einnig verið frá vegna krossbandsslita sem hún varð fyrir í júní 2022.
Ekki er reiknað með Ramirez í leik dagsins gegn Brighton en hún verður líklega í eldlínunni í næstu umferð þegar Chelsea tekur á móti Everton.