Pep talaði við blaðamenn eftir 0-1 sigur Man. City gegn Tottenham í gærkvöldi. Hann sagði afsögnina óvænta en viðurkenndi að hann muni sakna síns helsta keppinautar.
„Svolítið [óvænt]. Hann er ótrúlegur þjálfari, við erum nú ekki nánir en hann er frábær manneskja líka. Hann hefur verið mesti keppinautur Manchester City og minn mesti keppinautur síðan hann var hjá Dortmund. Við munum sakna hans.“
Pep Guardiola on Jürgen Klopp leaving Liverpool:
— B/R Football (@brfootball) January 26, 2024
'I will miss him...without him I will sleep a little bit better the nights before we play Liverpool' 🤝
(via @EmiratesFACup) pic.twitter.com/9n30IxK52c
„Þetta er ánægjulegt fyrir mig því nú mun ég sofa betur, næturnar fyrir Liverpool leiki. En ég óska honum alls hins besta og þó hann viðurkenni það ekki sjálfur, þá mun hann snúa aftur. “
Pep sagðist að lokum sýna Klopp mikinn stuðning og skilning á afsögninni. Hann sagði alla þjálfara geta tengt við þreytuna sem Klopp finnur fyrir.
„Allir þjálfarar [tengja við það]. Þegar þú ert svona mörg ár á sama stað, ég fann fyrir þessu í Barcelona, og skil hann vel.“