Hernandez sem er þekktastur undir gælunafninu Chicharito, samdi á dögunum við æskuklúbbinn sinn Chivas í Mexíkó.
Chicharito er 35 ára framherji sem hefur spilað í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarin fjórtán ár. Hann lék síðast með bandaríska liðinu LA Galaxy en var síðast hjá Sevilla í Evrópuboltanum.
Þekktastur er hann þó fyrir tíma sinn hjá Manchester United sem síðan lánaði hann líka í eitt tímabil til Real Madrid.
Sir Alex Ferguson var knattspyrnustjórinn sem uppgötvaði mexíkóska framherjann og kom með hann til Evrópu.
Hjá United skoraði Chicharito 37 mörk í 103 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og alls 59 mörk í öllum keppnum. Hann varð tvisvar sinnum ensku meistari með félaginu.
Ferguson var ánægður með að sjá strákinn loka hringnum á ferli sínum og sendi honum sæta kveðju sem má sjá hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina.