Reiður Klopp kom Salah til varnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2024 07:31 Mohamed Salah sneri aftur til Englands eftir að hafa meiðst á Afríkumótinu. getty/Ulrik Pedersen Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kom Mohamed Salah til varnar þegar fréttamaður efaðist um heilindi Egyptans. Salah meiddist í leik Egyptalands og Gana á Afríkumótinu í síðustu viku. Hann fór í kjölfarið aftur til Englands. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Salah snúi aftur til Fílabeinsstrandarinnar, þar sem Afríkumótið fer fram, og spili í útsláttarkeppninni. Einhverjir hafa efast um heilindi Salahs og segja að hann hafi valið félagsliðið sitt fram yfir landsliðið. Eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Fulham í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær var Klopp spurður út í þessa umræðu. Og hann brást ókvæða við. „Ég get ekki tekið þátt í þessari umræðu. Egyptaland og Liverpool vilja bæði að Salah nái sér af meiðslunum sem fyrst. Ef hann dvelur þarna og getur ekki farið í gegnum endurhæfingu tefur það allt, sérstaklega fyrir Egyptaland, ef liðið fer áfram í mótinu,“ sagði Klopp. „Við fengum hann ekki hingað því við viljum taka hann frá Egyptalandi heldur því við viljum bjóða honum upp á bestu mögulegu meðferðina. Þetta er allt klappað og klárt. Ef Egyptaland fer í úrslit fer Mo aftur, hundrað prósent. Mo vill það. Einhverjir hafa efast um heilindi Salah en þeir ættu að líta í eigin barm því Mo er tryggasti Egypti sem ég hef hitt á ævinni.“ Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum deildabikarsins með jafnteflinu við Fulham í gær. Rauði herinn vann fyrri leikinn á Anfield, 2-1, og einvígið því 3-2 samanlagt. Egyptaland mætir Kongó í sextán liða úrslitum Afríkumótsins á sunnudaginn. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Salah meiddist í leik Egyptalands og Gana á Afríkumótinu í síðustu viku. Hann fór í kjölfarið aftur til Englands. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Salah snúi aftur til Fílabeinsstrandarinnar, þar sem Afríkumótið fer fram, og spili í útsláttarkeppninni. Einhverjir hafa efast um heilindi Salahs og segja að hann hafi valið félagsliðið sitt fram yfir landsliðið. Eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Fulham í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær var Klopp spurður út í þessa umræðu. Og hann brást ókvæða við. „Ég get ekki tekið þátt í þessari umræðu. Egyptaland og Liverpool vilja bæði að Salah nái sér af meiðslunum sem fyrst. Ef hann dvelur þarna og getur ekki farið í gegnum endurhæfingu tefur það allt, sérstaklega fyrir Egyptaland, ef liðið fer áfram í mótinu,“ sagði Klopp. „Við fengum hann ekki hingað því við viljum taka hann frá Egyptalandi heldur því við viljum bjóða honum upp á bestu mögulegu meðferðina. Þetta er allt klappað og klárt. Ef Egyptaland fer í úrslit fer Mo aftur, hundrað prósent. Mo vill það. Einhverjir hafa efast um heilindi Salah en þeir ættu að líta í eigin barm því Mo er tryggasti Egypti sem ég hef hitt á ævinni.“ Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum deildabikarsins með jafnteflinu við Fulham í gær. Rauði herinn vann fyrri leikinn á Anfield, 2-1, og einvígið því 3-2 samanlagt. Egyptaland mætir Kongó í sextán liða úrslitum Afríkumótsins á sunnudaginn.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira