Tókst aldrei að sanna að hann ætti fyrir kaupunum á Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 07:31 Stuðningsmenn Manchester United lifðu í voninni um að losna við Glazer-fjölskylduna en ekkert varð að því. Getty/Clive Brunskill Sheik Jassim bin Hamad Al Thani og félögum hans mistókst að sanna það fyrir Manchester United að þeir ættu peninginn sem þeir þurftu til að kaupa enska úrvalsdeildarfélagið. Viðræður við kaupsýslumanninn frá Katar fóru fram frá febrúar 2023 til október 2023 en þá dró hann sig út úr viðræðunum. Skjöl sem enduðu hjá SEC, bandarískri alríkisstofnun sem fer með málefni tengdum útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa, sýna það svart á hvítu að Sheik Jassim átti ekki peninginn sem hann þóttist eiga. Hann hafði því á pappírnum ekki efni á því að kaupa enska félagið. ESPN segir frá. BREAKING: The Qatari bidder for Manchester United, Sheikh Jassim, was unable to prove he had sufficient finance to be able to do a deal.In filing submitted to the US Securities and Exchange Commission to confirm Sir Jim Ratcliffe s acquisition of 27.69% of the club, Jassim pic.twitter.com/1ZBAoxz1dp— Man United Fan Club (@manufcnow) January 18, 2024 SEC er sjálfstæð stofnun sem vinnur fyrir bandarísk stjórnvöld með það markmið að verja fjárfesta og passa upp á sanngirni á markaði. ESPN segir frá þessu en mörgum fannst skrýtið af hverju Glazer-fjölskyldan vildi ekki selja Sheiknum félagið en málið dróst á langinn. Á aðfangadag var það síðan tilkynnt að breski milljarðamæringurinn myndi eignast 25 prósent hlut í Manchester United og borga fyrir það 1,3 milljarða punda eða 228 milljarða króna. Sheikinn tilkynnti það þegar hann hætti við tilboðið sitt að hann væri pirraður yfir því Glazer-fjölskyldan vildi fá allt of mikið fyrir félagið. Sheikh Jassim hélt því fram að hann ætlaði að kaupa allt félagið og losa stuðningsmenn United alveg við Glazers fjölskylduna en nú lítur út fyrir að hann hafi aldrei átt peninga til að kaupa enska félagið. Draumurinn um að sleppa undan Glazers martröðinni var því aldrei raunhæfur möguleiki fyrir United fólk. Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Viðræður við kaupsýslumanninn frá Katar fóru fram frá febrúar 2023 til október 2023 en þá dró hann sig út úr viðræðunum. Skjöl sem enduðu hjá SEC, bandarískri alríkisstofnun sem fer með málefni tengdum útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa, sýna það svart á hvítu að Sheik Jassim átti ekki peninginn sem hann þóttist eiga. Hann hafði því á pappírnum ekki efni á því að kaupa enska félagið. ESPN segir frá. BREAKING: The Qatari bidder for Manchester United, Sheikh Jassim, was unable to prove he had sufficient finance to be able to do a deal.In filing submitted to the US Securities and Exchange Commission to confirm Sir Jim Ratcliffe s acquisition of 27.69% of the club, Jassim pic.twitter.com/1ZBAoxz1dp— Man United Fan Club (@manufcnow) January 18, 2024 SEC er sjálfstæð stofnun sem vinnur fyrir bandarísk stjórnvöld með það markmið að verja fjárfesta og passa upp á sanngirni á markaði. ESPN segir frá þessu en mörgum fannst skrýtið af hverju Glazer-fjölskyldan vildi ekki selja Sheiknum félagið en málið dróst á langinn. Á aðfangadag var það síðan tilkynnt að breski milljarðamæringurinn myndi eignast 25 prósent hlut í Manchester United og borga fyrir það 1,3 milljarða punda eða 228 milljarða króna. Sheikinn tilkynnti það þegar hann hætti við tilboðið sitt að hann væri pirraður yfir því Glazer-fjölskyldan vildi fá allt of mikið fyrir félagið. Sheikh Jassim hélt því fram að hann ætlaði að kaupa allt félagið og losa stuðningsmenn United alveg við Glazers fjölskylduna en nú lítur út fyrir að hann hafi aldrei átt peninga til að kaupa enska félagið. Draumurinn um að sleppa undan Glazers martröðinni var því aldrei raunhæfur möguleiki fyrir United fólk.
Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira