Besta lið Evrópu betlaði pening: Pínlegasta augnablikið á ævinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 12:30 Jamina Caroline Roberts í leik með sænska landsliðinu í bronsleik HM. Getty/ Clicks Images Kvennalið Vipers hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta undanfarin þrjú ár en norska félagið þurfti að grípa til örþrifaráða til að forðast gjaldþrot. Leikmenn liðsins voru beðnir um það á mánudaginn að hringja út til fyrirtækja í nágrenninu og biðja um peningastuðning svo bjarga mætti fjárhag félagsins. Staðan er mjög slæm og velgengni síðustu ára hefur greinilega kostað sitt. Einn þeirra leikmanna sem þurfti að betla pening var sænska súperstjarnan Jamina Caroline Roberts sem hefur verið valin besti leikmaður norsku deildarinnar undanfarin tvö ár. Viljum allar hjálpa „Fyrsta símtalið var pínlegasta augnablikið á ævinni,“ sagði Roberts í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Þetta er sorgleg staða en við viljum allar hjálpa,“ sagði hin 31 ára gamla Roberts. „Ég kveið virkilega fyrir þessum símtölum,“ sagði liðsfélagi hennar Marta Tomac sem hefur spilað fyrir Þóri Hergeirsson hjá norska landsliðinu. „Ég er ekki hrifin af því að hringja í fólk og biðja um pening. Mér finnst það ekki vera svalt en það er mikilvægt að hjálpa klúbbnum þrátt fyrir að þurfa að fara langt út fyrir þægindarammann sinn,“ sagði Tomac. Án félags eftir nokkra mánuði „Ég sagði við fólkið að ef allir í Noregi gæfu okkur eina krónu þá gætum við safnað þessum fimm milljónum sem við þurfum. Það eru ekki allir tilbúnir að gefa pening en við erum að reyna að ná sem mestu inn. Við gætum nefnilega í versta falli verið án félags eftir nokkra mánuði,“ sagði Roberts. Meðal þess sem gerir Vipers liðinu erfitt fyrir er slæm staða norsku krónunnar gagnvart evrunni. Liðið er á fullu í Meistaradeildinni og þar er allt borgað út í evrum. Vipers er frá Kristiansand í suður Noregi. Liðið hefur unnið Noregsmeistaratitilinn síðustu sex ár og að auki sex bikarmeistaratitla á sama tíma. Liðið vann líka Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og hefur því verið besta kvennalið Evrópu í langan tíma. Félagið þarf að skera niður um fimm milljónir norskra króna sem jafngildir tæplega 66 milljónum íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Norski handboltinn Noregur Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Leikmenn liðsins voru beðnir um það á mánudaginn að hringja út til fyrirtækja í nágrenninu og biðja um peningastuðning svo bjarga mætti fjárhag félagsins. Staðan er mjög slæm og velgengni síðustu ára hefur greinilega kostað sitt. Einn þeirra leikmanna sem þurfti að betla pening var sænska súperstjarnan Jamina Caroline Roberts sem hefur verið valin besti leikmaður norsku deildarinnar undanfarin tvö ár. Viljum allar hjálpa „Fyrsta símtalið var pínlegasta augnablikið á ævinni,“ sagði Roberts í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Þetta er sorgleg staða en við viljum allar hjálpa,“ sagði hin 31 ára gamla Roberts. „Ég kveið virkilega fyrir þessum símtölum,“ sagði liðsfélagi hennar Marta Tomac sem hefur spilað fyrir Þóri Hergeirsson hjá norska landsliðinu. „Ég er ekki hrifin af því að hringja í fólk og biðja um pening. Mér finnst það ekki vera svalt en það er mikilvægt að hjálpa klúbbnum þrátt fyrir að þurfa að fara langt út fyrir þægindarammann sinn,“ sagði Tomac. Án félags eftir nokkra mánuði „Ég sagði við fólkið að ef allir í Noregi gæfu okkur eina krónu þá gætum við safnað þessum fimm milljónum sem við þurfum. Það eru ekki allir tilbúnir að gefa pening en við erum að reyna að ná sem mestu inn. Við gætum nefnilega í versta falli verið án félags eftir nokkra mánuði,“ sagði Roberts. Meðal þess sem gerir Vipers liðinu erfitt fyrir er slæm staða norsku krónunnar gagnvart evrunni. Liðið er á fullu í Meistaradeildinni og þar er allt borgað út í evrum. Vipers er frá Kristiansand í suður Noregi. Liðið hefur unnið Noregsmeistaratitilinn síðustu sex ár og að auki sex bikarmeistaratitla á sama tíma. Liðið vann líka Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og hefur því verið besta kvennalið Evrópu í langan tíma. Félagið þarf að skera niður um fimm milljónir norskra króna sem jafngildir tæplega 66 milljónum íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Norski handboltinn Noregur Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira