Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. janúar 2024 07:00 Það getur hjálpað öðru fólki að skilja okkur betur ef við náum að vanda okkur betur í samskiptum, hvort heldur sem er í einkalífinu eða vinnunni. Í dag lærum við þrjú einföld ráð sem geta hjálpað okkur í að þjálfa okkur sjálf. Vísir/Getty Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. Svörum fólki annars hugar. Hlustum bara með öðru eyranu. Vöndum okkur ekki nóg þegar við erum að tala. Eða tölum umhugsunarlaust. Segjum Ha, sko, hmmm, jaaaa, þú skilur ….. alls kyns orð sem eru óþörf. Endurtökum okkur. Greinahöfundur á FastCompany gefur góð ráð sem hjálpa okkur að vera betur vakandi yfir þessu. Þetta eru þrjú ráð sem viðkomandi segir að svínvirki. Hugsaðu um öndunina þína þegar þú talar. Hvers vegna? Jú, það sem gerist er að ósjálfrátt sleppum við þá frekar þessum óþarfa orðum sem of oft slæðast með hjá okkur þegar að við tölum. Þessi sko og þú skilur…… Það sem gerist líka er að við róum taugakerfið með önduninni og erum því líklegri til að standa okkur betur í samskiptum. Margir segja að öndun ofan í maga sé lykillinn og á Youtube er hægt að finna efni og æfingar fyrir góða öndun. Íslenska orðatiltækið segir reyndar ,,andaðu með nefinu“ en það á betur við þegar við erum að hlusta og viljum vera yfirveguð þegar við svörum. Til að æfa okkur getum við prófað að hugsa um öndunina okkar þegar við erum á fundum, þó þannig að við séum virk í hlustun. Eins þegar við sjálf tölum, hvort sem er við vinnufélaga eða fjölskyldu og vini. Með því að vera dugleg að æfa okkur, kemst þetta upp í vana og það er til dæmis sagt að okkur geti gengið betur að segja hvað okkur finnst þegar við verðum góð í þessu, því að fólk á einfaldlega auðveldara með að skilja okkur. Við verðum skýrari í tali. Næst er að skoða hvernig við tjáum okkur með líkamanum og hreyfingum. Til að æfa okkur er ágætt að fylgjast svolítið með öðru fólki, hvaða fólk er það sem okkur finnst framúrskarandi gott í samskiptum, meðal annars hvernig það beitir sér í líkamstjáningu, augnsambandi og svo framvegis. Besta æfingin felst samt í að rýna í það hvernig við erum sjálf. Horfum við í augu á fólki, erum við róleg, notum við hendurnar, erum við á iði? Æfing getur til dæmis falist í því að þegar við erum að tala við fólk í síma að vera fyrir framan spegil eða reyna að sjá okkur speglast í gleri þegar það er hægt. Fara sjónrænt í gegnum það í huganum hvernig við vorum í samtali fyrr í dag og svo framvegis. 1,2 og 3….. Þá er það að hægja á okkur. Því það sem við gerum flest ósjálfrátt er að svara og fara að tala án þess að hugsa. Best er að temja okkur alltaf augnabliksþögn áður en við tölum. Þannig að hugsunin komist að áður en samskiptin fara af stað. Við eigum það líka til að grípa fram í fyrir öðru fólki. Til að hjálpa okkur að hægja á er gott að sameina þetta tvennt sem búið er að nefna: Að hugsa um öndunina okkar og hvernig líkamstjáningin okkar er. Þetta getum við gert með því að draga andan djúpt, telja upp á þremur áður en við svörum, ná augnsambandi áður en við förum að tala, anda með nefinu á meðan aðrir eru að tala. Finna leið sem virkar best fyrir okkur. Góðu ráðin Tengdar fréttir Að líka illa við yfirmanninn sinn Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við. 18. desember 2023 07:00 Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. 15. desember 2023 07:01 Að takast á við leiðinlegustu samstarfsfélagana Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga. 6. nóvember 2023 07:01 Óstundvísi: Alltaf sama fólkið og stuðar alla í kring Það er einn hundleiðinlegur vani sem því miður sumir hafa: Þeir eru alltaf of seinir. Mæta aðeins of seint til vinnu. Eru aðeins lengur í hádegismat, mætir síðast á alla fundi og svo framvegis. 20. október 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Svörum fólki annars hugar. Hlustum bara með öðru eyranu. Vöndum okkur ekki nóg þegar við erum að tala. Eða tölum umhugsunarlaust. Segjum Ha, sko, hmmm, jaaaa, þú skilur ….. alls kyns orð sem eru óþörf. Endurtökum okkur. Greinahöfundur á FastCompany gefur góð ráð sem hjálpa okkur að vera betur vakandi yfir þessu. Þetta eru þrjú ráð sem viðkomandi segir að svínvirki. Hugsaðu um öndunina þína þegar þú talar. Hvers vegna? Jú, það sem gerist er að ósjálfrátt sleppum við þá frekar þessum óþarfa orðum sem of oft slæðast með hjá okkur þegar að við tölum. Þessi sko og þú skilur…… Það sem gerist líka er að við róum taugakerfið með önduninni og erum því líklegri til að standa okkur betur í samskiptum. Margir segja að öndun ofan í maga sé lykillinn og á Youtube er hægt að finna efni og æfingar fyrir góða öndun. Íslenska orðatiltækið segir reyndar ,,andaðu með nefinu“ en það á betur við þegar við erum að hlusta og viljum vera yfirveguð þegar við svörum. Til að æfa okkur getum við prófað að hugsa um öndunina okkar þegar við erum á fundum, þó þannig að við séum virk í hlustun. Eins þegar við sjálf tölum, hvort sem er við vinnufélaga eða fjölskyldu og vini. Með því að vera dugleg að æfa okkur, kemst þetta upp í vana og það er til dæmis sagt að okkur geti gengið betur að segja hvað okkur finnst þegar við verðum góð í þessu, því að fólk á einfaldlega auðveldara með að skilja okkur. Við verðum skýrari í tali. Næst er að skoða hvernig við tjáum okkur með líkamanum og hreyfingum. Til að æfa okkur er ágætt að fylgjast svolítið með öðru fólki, hvaða fólk er það sem okkur finnst framúrskarandi gott í samskiptum, meðal annars hvernig það beitir sér í líkamstjáningu, augnsambandi og svo framvegis. Besta æfingin felst samt í að rýna í það hvernig við erum sjálf. Horfum við í augu á fólki, erum við róleg, notum við hendurnar, erum við á iði? Æfing getur til dæmis falist í því að þegar við erum að tala við fólk í síma að vera fyrir framan spegil eða reyna að sjá okkur speglast í gleri þegar það er hægt. Fara sjónrænt í gegnum það í huganum hvernig við vorum í samtali fyrr í dag og svo framvegis. 1,2 og 3….. Þá er það að hægja á okkur. Því það sem við gerum flest ósjálfrátt er að svara og fara að tala án þess að hugsa. Best er að temja okkur alltaf augnabliksþögn áður en við tölum. Þannig að hugsunin komist að áður en samskiptin fara af stað. Við eigum það líka til að grípa fram í fyrir öðru fólki. Til að hjálpa okkur að hægja á er gott að sameina þetta tvennt sem búið er að nefna: Að hugsa um öndunina okkar og hvernig líkamstjáningin okkar er. Þetta getum við gert með því að draga andan djúpt, telja upp á þremur áður en við svörum, ná augnsambandi áður en við förum að tala, anda með nefinu á meðan aðrir eru að tala. Finna leið sem virkar best fyrir okkur.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Að líka illa við yfirmanninn sinn Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við. 18. desember 2023 07:00 Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. 15. desember 2023 07:01 Að takast á við leiðinlegustu samstarfsfélagana Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga. 6. nóvember 2023 07:01 Óstundvísi: Alltaf sama fólkið og stuðar alla í kring Það er einn hundleiðinlegur vani sem því miður sumir hafa: Þeir eru alltaf of seinir. Mæta aðeins of seint til vinnu. Eru aðeins lengur í hádegismat, mætir síðast á alla fundi og svo framvegis. 20. október 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Að líka illa við yfirmanninn sinn Yfirmenn hafa mikið um það að segja hver starfsánægja fólks er í vinnunni. Á hvorn veginn sem það síðan virkar: Upp eða niður á við. 18. desember 2023 07:00
Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. 15. desember 2023 07:01
Að takast á við leiðinlegustu samstarfsfélagana Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga. 6. nóvember 2023 07:01
Óstundvísi: Alltaf sama fólkið og stuðar alla í kring Það er einn hundleiðinlegur vani sem því miður sumir hafa: Þeir eru alltaf of seinir. Mæta aðeins of seint til vinnu. Eru aðeins lengur í hádegismat, mætir síðast á alla fundi og svo framvegis. 20. október 2023 07:00
Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01