Keane fannst Ian Wright vera of góður við Höjlund Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2024 11:30 Ramusi Höjlund tókst ekki að skora fyrir Manchester United á móti Wigan Athletic í gærkvöldi þrátt fyrir að fá fullt af færum. Getty/Richard Sellers Manchester United komst áfram í enska bikarnum í gærkvöldi eftir 2-0 sigur á Wigan en danski framherjanum Ramus Höjlund tókst ekki að skora mark þrátt fyrir góð færi. Mörk frá þeim Diogo Dalot og Bruno Fernandes sáu til þess að United liðið komst áfram í fjórðu umferðina. Højlund óð í færum í fyrri hálfleiknum en Dananum ætlar að ganga mjög illa að finna skotskóna sína í búningi United. Hann átti skot í slá og var klaufalegur þegar hann var kominn í góðar stöður. Í hálfleik var Manchester United goðsögnin Roy Keane líka allt annað en ánægður þrátt fyrir að liðið væri 1-0 yfir. Það var bara eins og olía á eldinn þegar Ian Wright sagðist finna til með Höjlund. „Þú ert allt of góður við hann. Ég væri brjálaður út í hann,“ sagði Roy Keane í útsendingu ITV frá leiknum en Manchester Evening News segir frá. United var þarna að spila við C-deildarlið sem er í fallbaráttu í sinni deild. „Við vildum að United sýndi hvað liðið gæti í kvöld en þeir hafa aftur á móti klúðrað hverju dauðafærinu á fætur öðru. Þegar framherji klúðrar færum þá er hægt að segja að það sé óheppni en svo eru það þessi dauðafæri,“ sagði Keane. „Komdu boltann bara í markið og hættu þessari vitleysu,“ sagði Keane. Hinn tvítugi Højlund hefur skorað 6 mörk í 24 leikjum með Manchester United en fimm þeirra komu í Meistaradeildinni. Hann hefur bara skorað eitt mark í átján deildar- og bikarleikjum með liðinu. Roy Keane was very critical of Rasmus Hojlund at half-time this evening #mufc https://t.co/q5G3faUz0q pic.twitter.com/Boz3Acu9ZX— Man United News (@ManUtdMEN) January 8, 2024 Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Sjá meira
Mörk frá þeim Diogo Dalot og Bruno Fernandes sáu til þess að United liðið komst áfram í fjórðu umferðina. Højlund óð í færum í fyrri hálfleiknum en Dananum ætlar að ganga mjög illa að finna skotskóna sína í búningi United. Hann átti skot í slá og var klaufalegur þegar hann var kominn í góðar stöður. Í hálfleik var Manchester United goðsögnin Roy Keane líka allt annað en ánægður þrátt fyrir að liðið væri 1-0 yfir. Það var bara eins og olía á eldinn þegar Ian Wright sagðist finna til með Höjlund. „Þú ert allt of góður við hann. Ég væri brjálaður út í hann,“ sagði Roy Keane í útsendingu ITV frá leiknum en Manchester Evening News segir frá. United var þarna að spila við C-deildarlið sem er í fallbaráttu í sinni deild. „Við vildum að United sýndi hvað liðið gæti í kvöld en þeir hafa aftur á móti klúðrað hverju dauðafærinu á fætur öðru. Þegar framherji klúðrar færum þá er hægt að segja að það sé óheppni en svo eru það þessi dauðafæri,“ sagði Keane. „Komdu boltann bara í markið og hættu þessari vitleysu,“ sagði Keane. Hinn tvítugi Højlund hefur skorað 6 mörk í 24 leikjum með Manchester United en fimm þeirra komu í Meistaradeildinni. Hann hefur bara skorað eitt mark í átján deildar- og bikarleikjum með liðinu. Roy Keane was very critical of Rasmus Hojlund at half-time this evening #mufc https://t.co/q5G3faUz0q pic.twitter.com/Boz3Acu9ZX— Man United News (@ManUtdMEN) January 8, 2024
Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Sjá meira