„Frammistaðan var góð og við sköpuðum okkur mikið af færum sem við náðum ekki að nýta okkur. Þegar þú nýtur ekki færin þá er þér refsað og þess vegna töpuðum við,“ byrjaði Arteta að segja.
„Þegar þú ert betri en besta lið í Evrópu og þú skapar svona mikið af færum þá ertu að gera eitthvað vel. Ég hef ekki séð neitt lið gera það sama og við gerðum í dag.“
„Þegar liðið mitt spilar með svona miklu hugrekki gegn líklega besta liði í Evrópu, hvernig get ég gert eitthvað annað en að styðja við bakið á þeim,“ endaði Arteta á að segja.