Nkunku var keyptur til Chelsea fyrir um það bil ári síðan og hafa stuðningsmenn liðsins þurft að bíða í langan tíma eftir að sjá hann á vellinum þar sem hann varð fyrir miklum meiðslum rétt fyrir tímabilið.
Hann sneri þó til baka eftir meiðslin í desember og hefur leikið með liðinu síðan þá. Nú virðist það þó vera að leikmaðurinn sé aftur að glíma við meiðsli ef marka má það sem Pochettino sagði eftir leikinn í kvöld.
„Hann var ekki með í kvöld þar sem hann var að glíma við meiðsli á mjöðm eftir æfingu í gær,“ byrjaði Pochettino að segja.
„Við verðum að bíða og sjá hvort hann verði tilbúinn fyrir næstu leiki, við vitum það ekki eins og er,“ endaði Pochettino að segja.