Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2024 14:41 PepsiCo framleiðir ýmsar vörur líkt og Pepsí, 7UP og Doritos. EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV Franska matvöruverslanakeðjan Carrefour hefur tilkynnt að hún muni hætta að selja Pepsí og aðrar vörur úr smiðju PepsiCo. Ástæðan er sögð sú að vörurnar séu orðnar of dýrar eftir nýjustu verðhækkanirnar. Í umfjöllun Financial Times kemur fram að keðjan muni frá og með deginum í dag því hætta sölu á vörum líkt og Pepsí, 7UP og Doritos snakki. Haft er eftir talsmanni verslanakeðjunnar að skilti verði sett upp þeirra í stað þar sem viðskiptavinum verði greint frá því að ástæðan sé „óásættanleg verðhækkun.“ Matvöruframleiðendur í Frakklandi og verslanakeðjur hafa átt í samningaviðræðum um matarverð. Samkvæmt talsmanni Carrefour hafa þær samningaviðræður við PepsiCo reynst afar flóknar. Carrefour hafi viljað lækka verð í takt við stöðu efnahagsmála á heimsvísu en PepsiCo hafi hinsvegar viljað hækkun. Samningaviðræðunum á að vera lokið fyrir enda janúar. Það er tveimur mánuðum fyrr en allajafna, sökum tilmæla frá yfirvöldum þar í landi sem vilja að lægri verðbólga skili sér fyrr í lægra vöruverði til neytenda. Í umfjöllun Financial Times er þess getið að Carrefour hafi ekki viljað gefa upp hverslags tölur PepsiCo hafi farið fram á í verðhækkunum. Fyrirtækið vildi ekki tjá sig um málið. Þá kemur fram að keppinautur PepsiCo, Coca-Cola hafi einnig viljað hækka verð á sínum vörum í Frakklandi, um sjö prósent á næsta ári. Það hafi einnig leitt til erfiðra samningaviðræðna við stjórnendur matvöruverslana í landinu. Segir í umfjöllun miðilsins að ekki sé um að ræða fyrsta skiptið sem matvöruverslanir beiti slíkum ráðum gegn framleiðendum þar í landi. Önnur matvöruverslanakeðja, Leclerc, hafi í sumar stöðvað sölu á drykkjum frá framleiðandanum Pernod Ricard tímabundið vegna hækkana. Frakkland Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Í umfjöllun Financial Times kemur fram að keðjan muni frá og með deginum í dag því hætta sölu á vörum líkt og Pepsí, 7UP og Doritos snakki. Haft er eftir talsmanni verslanakeðjunnar að skilti verði sett upp þeirra í stað þar sem viðskiptavinum verði greint frá því að ástæðan sé „óásættanleg verðhækkun.“ Matvöruframleiðendur í Frakklandi og verslanakeðjur hafa átt í samningaviðræðum um matarverð. Samkvæmt talsmanni Carrefour hafa þær samningaviðræður við PepsiCo reynst afar flóknar. Carrefour hafi viljað lækka verð í takt við stöðu efnahagsmála á heimsvísu en PepsiCo hafi hinsvegar viljað hækkun. Samningaviðræðunum á að vera lokið fyrir enda janúar. Það er tveimur mánuðum fyrr en allajafna, sökum tilmæla frá yfirvöldum þar í landi sem vilja að lægri verðbólga skili sér fyrr í lægra vöruverði til neytenda. Í umfjöllun Financial Times er þess getið að Carrefour hafi ekki viljað gefa upp hverslags tölur PepsiCo hafi farið fram á í verðhækkunum. Fyrirtækið vildi ekki tjá sig um málið. Þá kemur fram að keppinautur PepsiCo, Coca-Cola hafi einnig viljað hækka verð á sínum vörum í Frakklandi, um sjö prósent á næsta ári. Það hafi einnig leitt til erfiðra samningaviðræðna við stjórnendur matvöruverslana í landinu. Segir í umfjöllun miðilsins að ekki sé um að ræða fyrsta skiptið sem matvöruverslanir beiti slíkum ráðum gegn framleiðendum þar í landi. Önnur matvöruverslanakeðja, Leclerc, hafi í sumar stöðvað sölu á drykkjum frá framleiðandanum Pernod Ricard tímabundið vegna hækkana.
Frakkland Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira