Wayne Rooney rekinn Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2024 10:33 Wayne Rooney er orðinn atvinnulaus. Getty Wayne Rooney entist aðeins í tvo og hálfan mánuð sem knattspyrnustjóri enska félagsins Birmingham en hann hefur nú verið rekinn úr starfi. Rooney tók við Birmingham, sem leikur í næstefstu deild Englands, í október eftir að hafa stýrt DC United í bandarísku MLS-deildinni. Undir stjórn Manchester United-goðsagnarinnar náði Birmingham aðeins að vinna tvo af fimmtán leikjum og féll úr 6. sæti alveg niður í 20. sæti ensku B-deildarinnar. Birmingham City have sacked Wayne Rooney.Rooney won just two of his 15 Championship matches in charge of the club as they slipped from sixth to 20th in the table.More from @RobTannerLCFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 2, 2024 Síðasti leikurinn undir stjórn Rooney reyndist 3-0 tap gegn Leeds í gærkvöld. Rooney, sem er 38 ára gamall, lagði takkaskóna á hilluna í byrjun árs 2021 þegar hann var orðinn stjóri Derby í næstefstu deild Englands. Hann tók svo við DC United sumarið 2022 en ákvað að láta gott heita eftir deildakeppnina í ár, í október, eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina annað árið í röð. Í kjölfarið var hann ráðinn til Birmingham. Bandaríska félagið Shelby Companies Limited eignaðist Birmingham í sumar og NFL-goðsögnin Tom Brady keypti lítinn hluta í knattspyrnufélaginu í ágúst. Nýir eigendur ákváðu að láta John Eustace fara í október þrátt fyrir fína byrjun Birmingham á leiktíðinni, og sögðu þörf fyrir „sigurhugarfar“ og „menningu sem einkenndist af metnaði“. Segist hafa þurft meiri tíma Uppfært 11.25: Rooney hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir brottreksturinn. Þar þakkar hann eigendum Birmingham fyrir tækifærið og stuðninginn þann stutta tíma sem hann var hjá félaginu. Rooney viðurkennir að úrslitin hafi ekki verið nógu góð en segir þrettán vikur ekki nægan tíma til að ná í gegn þeim breytingum sem hann hafi viljað sjá. Þá segir Rooney að það muni taka tíma að jafna sig á þessu áfalli, tíma sem hann vilji verja með fjölskyldu sinni, áður en hann taki við næsta starfi sem knattspyrnustjóri. Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Rooney tók við Birmingham, sem leikur í næstefstu deild Englands, í október eftir að hafa stýrt DC United í bandarísku MLS-deildinni. Undir stjórn Manchester United-goðsagnarinnar náði Birmingham aðeins að vinna tvo af fimmtán leikjum og féll úr 6. sæti alveg niður í 20. sæti ensku B-deildarinnar. Birmingham City have sacked Wayne Rooney.Rooney won just two of his 15 Championship matches in charge of the club as they slipped from sixth to 20th in the table.More from @RobTannerLCFC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 2, 2024 Síðasti leikurinn undir stjórn Rooney reyndist 3-0 tap gegn Leeds í gærkvöld. Rooney, sem er 38 ára gamall, lagði takkaskóna á hilluna í byrjun árs 2021 þegar hann var orðinn stjóri Derby í næstefstu deild Englands. Hann tók svo við DC United sumarið 2022 en ákvað að láta gott heita eftir deildakeppnina í ár, í október, eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina annað árið í röð. Í kjölfarið var hann ráðinn til Birmingham. Bandaríska félagið Shelby Companies Limited eignaðist Birmingham í sumar og NFL-goðsögnin Tom Brady keypti lítinn hluta í knattspyrnufélaginu í ágúst. Nýir eigendur ákváðu að láta John Eustace fara í október þrátt fyrir fína byrjun Birmingham á leiktíðinni, og sögðu þörf fyrir „sigurhugarfar“ og „menningu sem einkenndist af metnaði“. Segist hafa þurft meiri tíma Uppfært 11.25: Rooney hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir brottreksturinn. Þar þakkar hann eigendum Birmingham fyrir tækifærið og stuðninginn þann stutta tíma sem hann var hjá félaginu. Rooney viðurkennir að úrslitin hafi ekki verið nógu góð en segir þrettán vikur ekki nægan tíma til að ná í gegn þeim breytingum sem hann hafi viljað sjá. Þá segir Rooney að það muni taka tíma að jafna sig á þessu áfalli, tíma sem hann vilji verja með fjölskyldu sinni, áður en hann taki við næsta starfi sem knattspyrnustjóri.
Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira