Undir taktföstum tónum Silfurskeiðarinnar vann Stjarnan sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil á eins ævintýralegan hátt og mögulegt var. Stjörnumenn fóru einnig lengra í Evrópukeppni en íslenskt lið hafði áður farið og mætti meðal annars Inter í tveimur leikjum. Úrslitaleik FH og Stjörnunnar gleymir svo enginn sem hann sá. Stjarnan 2014 lenti í 7. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). Hjörtu Garðbæinga slógu hættulega ört þegar Stjarnan fékk vítaspyrnu í uppbótartíma í úrslitaleiknum gegn FH í úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í grenjandi rigningu í Kaplakrika 4. október 2014. Blóðið rann hins vegar ekki í manninum á vítapunktinum, Ólafi Karli Finsen, sem rúllaði boltanum hinn rólegasti í netið. Þetta var annað mark hans í leiknum og það tryggði Stjörnunni fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Aðeins sjö árum áður höfðu Stjörnumenn endað í 9. sæti næstefstu deildar. Ótrúleg upprisa karlaliðs félagsins var því fullkomnuð þennan blauta laugardag í október-byrjun fyrir áratug. grafík/sara Það er varla hægt að vinna titil á ótrúlegri hátt, einum færri, með sigurmarki í uppbótartíma gegn öðru ósigruðu liði í hreinum úrslitaleik. En það hvernig Stjörnumenn unnu titilinn, á svona nauman og dramatískan hátt, hefur kannski aðeins skyggt á það hversu ofboðslega gott liðið var. Þeir voru heppnir í úrslitaleiknum en þú ferð ekki ósigraður í gegnum heilt Íslandsmót og færð 52 stig á heppninni einni saman. Þetta Stjörnulið var samstillt, kraftmikið, hæfileikaríkt og gríðarlega þrautseigt. Það var líka í keppni við besta lið sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari. FH 2014 var nokkrum mínútum frá því að fara ósigrað í gegnum mótið. Það þurfti eitthvað sérstakt til að skáka því. Fyrstu árin eftir að Stjarnan kom upp í efstu deild var fjörið við völd. Stjörnumenn skoruðu haug af mörkum en fengu álíka mörg á sig. En Logi Ólafsson „kenndi“ þeim að verjast og Stjarnan fékk aðeins 25 mörk á sig 2013 (þar af fjögur í lokaleiknum gegn FH) og lenti í 3. sæti. Það var góður grunnur fyrir næsta tímabil en enginn gat séð fyrir það sem gerðist undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar 2014. grafík/sara Stjarnan og FH skildu sig snemma frá öðrum liðum og héldust í hendur allt tímabilið. Ofan á það að vera í titilbaráttu í fyrsta sinn voru Stjörnumenn líka í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Og þátttakan í henni var algjört ævintýri. Stjarnan vann þrjú einvígi, komst lengra en nokkurt íslenskt lið hafði komist í Evrópukeppni og endaði á því að spila tvo leiki við Inter. Ítalska stórliðið og Þróttur (wtf?) voru þau einu sem unnu Stjörnuna 2014. Úrslitaleikurinn í Kaplakrika stendur auðvitað upp úr á sumrinu 2014 en eftirminnilegu leikirnir voru fleiri. Enginn sem var á Samsung-vellinum gleymir sigurmarki Atla Jóhannssonar gegn Motherwell og enginn sem horfði á leikinn í sjónvarpi gleymir lýsingu Rikka G á því (Þettaerinnifráááíííbææærtmarksjáiðietta!!!). Stjarnan hélt líka hreinu í tveimur leikjum gegn Lech Poznan og vann Íslandsmeistara KR í Vesturbænum, 2-3, nýkomnir heim frá Mílanó. Þrátt fyrir að hafa spilað 32 leiki um sumarið kvörtuðu Stjörnumenn heldur héldu bara ótrauðir áfram. grafík/sara Stjarnan sótti óspart á dönsk mið á þessum árum með góðum árangri. Niclas Vemmelund og Martin Rauschenberg voru sterkir í vörninni ásamt þeim Herði Árnasyni og Stjörnugoðinu Daníel Laxdal. Michael Præst var öflugur á miðjunni þar til hann meiddist seinna hluta móts. Þá steig hinn nítján ára Þorri Geir Rúnarsson inn eins og ekkert væri eðlilegra og spilaði eins og kóngur við hlið Atla. Pablo Punyed og reynsluboltinn Veigar Páll Gunnarsson voru mest skapandi leikmenn liðsins ásamt kantmönnunum Arnari Má Björgvinssyni og Ólafi Karli sem skoruðu samtals níu og átján mörk í öllum keppnum. Jeppe Hansen og Rolf Toft skiptu svo með sér tímabilinu í fremstu víglínu og lögðu báðir helling að mörkum. Svo var það auðvitað Ingvar Jónsson. Njarðvíkingurinn var stórkostlegur í marki Stjörnunnar og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Markvarsla hans frá Atla Guðnasyni í úrslitaleiknum er með þeim eftirminnilegri á síðustu árum. Tæplega 6.500 manns sáu vörslu Ingvars og alla dramatíkina í úrhellinu í Krikanum 4. október 2014. Þar sem draumur Stjörnumanna varð að veruleika og þeir skrifuðu nafn sitt í sögubækurnar. Stjarnan úr Garðabæ var Íslandsmeistari, ósigruð í 22 leikjum, og fór lengra en nokkurt annað íslenskt lið hafði farið í Evrópukeppni. Sú tilfinning var svo sannarlega engri lík. Besta deild karla Stjarnan 10 bestu liðin Tengdar fréttir Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00 Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti
Stjarnan 2014 lenti í 7. sæti í kjöri Vísis á bestu fótboltaliðum Íslands síðustu fjörutíu ár (1984-2023). Hjörtu Garðbæinga slógu hættulega ört þegar Stjarnan fékk vítaspyrnu í uppbótartíma í úrslitaleiknum gegn FH í úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í grenjandi rigningu í Kaplakrika 4. október 2014. Blóðið rann hins vegar ekki í manninum á vítapunktinum, Ólafi Karli Finsen, sem rúllaði boltanum hinn rólegasti í netið. Þetta var annað mark hans í leiknum og það tryggði Stjörnunni fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Aðeins sjö árum áður höfðu Stjörnumenn endað í 9. sæti næstefstu deildar. Ótrúleg upprisa karlaliðs félagsins var því fullkomnuð þennan blauta laugardag í október-byrjun fyrir áratug. grafík/sara Það er varla hægt að vinna titil á ótrúlegri hátt, einum færri, með sigurmarki í uppbótartíma gegn öðru ósigruðu liði í hreinum úrslitaleik. En það hvernig Stjörnumenn unnu titilinn, á svona nauman og dramatískan hátt, hefur kannski aðeins skyggt á það hversu ofboðslega gott liðið var. Þeir voru heppnir í úrslitaleiknum en þú ferð ekki ósigraður í gegnum heilt Íslandsmót og færð 52 stig á heppninni einni saman. Þetta Stjörnulið var samstillt, kraftmikið, hæfileikaríkt og gríðarlega þrautseigt. Það var líka í keppni við besta lið sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari. FH 2014 var nokkrum mínútum frá því að fara ósigrað í gegnum mótið. Það þurfti eitthvað sérstakt til að skáka því. Fyrstu árin eftir að Stjarnan kom upp í efstu deild var fjörið við völd. Stjörnumenn skoruðu haug af mörkum en fengu álíka mörg á sig. En Logi Ólafsson „kenndi“ þeim að verjast og Stjarnan fékk aðeins 25 mörk á sig 2013 (þar af fjögur í lokaleiknum gegn FH) og lenti í 3. sæti. Það var góður grunnur fyrir næsta tímabil en enginn gat séð fyrir það sem gerðist undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar 2014. grafík/sara Stjarnan og FH skildu sig snemma frá öðrum liðum og héldust í hendur allt tímabilið. Ofan á það að vera í titilbaráttu í fyrsta sinn voru Stjörnumenn líka í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Og þátttakan í henni var algjört ævintýri. Stjarnan vann þrjú einvígi, komst lengra en nokkurt íslenskt lið hafði komist í Evrópukeppni og endaði á því að spila tvo leiki við Inter. Ítalska stórliðið og Þróttur (wtf?) voru þau einu sem unnu Stjörnuna 2014. Úrslitaleikurinn í Kaplakrika stendur auðvitað upp úr á sumrinu 2014 en eftirminnilegu leikirnir voru fleiri. Enginn sem var á Samsung-vellinum gleymir sigurmarki Atla Jóhannssonar gegn Motherwell og enginn sem horfði á leikinn í sjónvarpi gleymir lýsingu Rikka G á því (Þettaerinnifráááíííbææærtmarksjáiðietta!!!). Stjarnan hélt líka hreinu í tveimur leikjum gegn Lech Poznan og vann Íslandsmeistara KR í Vesturbænum, 2-3, nýkomnir heim frá Mílanó. Þrátt fyrir að hafa spilað 32 leiki um sumarið kvörtuðu Stjörnumenn heldur héldu bara ótrauðir áfram. grafík/sara Stjarnan sótti óspart á dönsk mið á þessum árum með góðum árangri. Niclas Vemmelund og Martin Rauschenberg voru sterkir í vörninni ásamt þeim Herði Árnasyni og Stjörnugoðinu Daníel Laxdal. Michael Præst var öflugur á miðjunni þar til hann meiddist seinna hluta móts. Þá steig hinn nítján ára Þorri Geir Rúnarsson inn eins og ekkert væri eðlilegra og spilaði eins og kóngur við hlið Atla. Pablo Punyed og reynsluboltinn Veigar Páll Gunnarsson voru mest skapandi leikmenn liðsins ásamt kantmönnunum Arnari Má Björgvinssyni og Ólafi Karli sem skoruðu samtals níu og átján mörk í öllum keppnum. Jeppe Hansen og Rolf Toft skiptu svo með sér tímabilinu í fremstu víglínu og lögðu báðir helling að mörkum. Svo var það auðvitað Ingvar Jónsson. Njarðvíkingurinn var stórkostlegur í marki Stjörnunnar og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Markvarsla hans frá Atla Guðnasyni í úrslitaleiknum er með þeim eftirminnilegri á síðustu árum. Tæplega 6.500 manns sáu vörslu Ingvars og alla dramatíkina í úrhellinu í Krikanum 4. október 2014. Þar sem draumur Stjörnumanna varð að veruleika og þeir skrifuðu nafn sitt í sögubækurnar. Stjarnan úr Garðabæ var Íslandsmeistari, ósigruð í 22 leikjum, og fór lengra en nokkurt annað íslenskt lið hafði farið í Evrópukeppni. Sú tilfinning var svo sannarlega engri lík.
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1996 | Á degi eins og þessum Eftir stormasamt tímabil lauk glæsilegri sigurgöngu ÍA á eftirminnilegan hátt, með fimmta Íslandsmeistaratitlinum á jafn mörgum árum og bikarmeistaratitli. Nýjar stjörnur komu fram og kjarnastarfsmenn stóðu áfram fyrir sínu. Æsilegu kapphlaupi Skagamanna og KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn lauk með úrslitaleik á Akranesi. 1. febrúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍBV 1998 | Komu fagnandi Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að vinna tvöfalt árið á undan afrekaði ÍBV það tímabilið 1998. Steingrímur Jóhannesson fyllti skarð Tryggva Guðmundssonar með glæsibrag og skoraði grimmt fyrir Eyjamenn sem lentu í þrengingum um sumarið en tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á KR-ingum í úrslitaleik í Frostaskjólinu. 31. janúar 2024 10:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): Breiðablik 2022 | Háflug á vængjum Hrafnsins Breiðablik missti af Íslandsmeistaratitlinum 2021 á grátlegan hátt en kom öflugt til baka og vann titilinn með talsverðum yfirburðum árið eftir. Blikar, með Ísak Snæ Þorvaldsson í feiknaformi, byrjuðu tímabilið af gríðarlegum krafti, unnu fyrstu átta leiki sína og voru alltaf fremstir í kapphlaupinu um titilinn. Þá gerðu þeir sig gildandi í Evrópukeppni. 30. janúar 2024 10:01