Arsenal setti ótrúlegt en neikvætt met Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2023 07:31 Leikmenn Arsenal fengu ítrekað að komast nálægt marki West Ham en náðu aldrei að koma boltanum í markið. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Arsenal-menn misstu af tækifæri til að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld þegar þeir töpuðu 2-0 á heimavelli gegn West Ham. Þeir sóttu þó vægast sagt mikið í leiknum. Tölfræðiveitan Opta bendir á þá staðreynd að leikmenn Arsenal hafi náð að snerta boltann 77 sinnum í vítateig andstæðinganna, án þess að skora, og að það hafi aldrei áður gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hún var stofnuð árið 1992. 77 - Arsenal had 77 touches in the opposition box against West Ham; the most on record (since 2008-09) in a single Premier League match for a team who failed to score. Blockage. pic.twitter.com/5bw9P8zGHo— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2023 „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnablik, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal eftir leik, svekktur yfir tapinu sem veldur því að Arsenal er tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ sagði Arteta en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. Arteta og hans menn voru einnig svekktir með að fyrra mark West Ham skyldi fá að standa, en erfitt var að greina af sjónvarpsmyndum hvort að boltinn hefði farið út af vellinum í aðdraganda þess að Tomas Soucek skoraði. „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn út af,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Tölfræðiveitan Opta bendir á þá staðreynd að leikmenn Arsenal hafi náð að snerta boltann 77 sinnum í vítateig andstæðinganna, án þess að skora, og að það hafi aldrei áður gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hún var stofnuð árið 1992. 77 - Arsenal had 77 touches in the opposition box against West Ham; the most on record (since 2008-09) in a single Premier League match for a team who failed to score. Blockage. pic.twitter.com/5bw9P8zGHo— OptaJoe (@OptaJoe) December 28, 2023 „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnablik, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal eftir leik, svekktur yfir tapinu sem veldur því að Arsenal er tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ sagði Arteta en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. Arteta og hans menn voru einnig svekktir með að fyrra mark West Ham skyldi fá að standa, en erfitt var að greina af sjónvarpsmyndum hvort að boltinn hefði farið út af vellinum í aðdraganda þess að Tomas Soucek skoraði. „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn út af,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira