„Tæknin er ekki nægilega góð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 22:44 Arteta einbeittur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty Mikel Arteta hafði ekki miklar áhyggjur af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir tapið gegn West Ham í kvöld. Hann sagði lið Arsenal vera á góðum stað. West Ham vann 2-0 sigur á Arsenal i Lundúnaslag kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal var mun hættulegra liðið í leiknum en West Ham nýtti þau færi sem liðið fékk og tryggði sér sigurinn. Mikel Arteta kom í viðtal eftir leik í kvöld og var þá meðal annars spurður út í umdeilt atvik sem gerðist þegar West Ham komst í 1-0. Jarrod Bowen sendi þá boltann fyrir frá endalínunni, beint á Tomas Soucek sem skoraði. Vafi lék á hvort boltinn var kominn útaf áður en Bowen náði honum og erfitt var að sjá í endursýningu hvort svo væri. „Ég veit ekki, ég hef ekki séð atvikið,“ sagði Arteta stuttorður og bætti við: „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn útaf.“ Hann hafði þó litlar áhyggjur af gangi mála þó Arsenal hafi ekki náð toppsætinu af Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ bætti Arteta við en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham í kvöld á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnabil, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum.“ „Sköpuðum nóg til að vinna leikinn“ Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal var svekktur í leikslok. „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Við fengum fullt af tækifærum og gerðum nóg til að skora mörk en í teignum vorum við ekki nógu góðir. Við tökum góðu hlutina og lærum af þessu,“ sagði hann í viðtali við Amazon Prime eftir leik. Um fyrra mark West Ham sagðist hann vonast til þess að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Ég býst við að þetta hafi munað litlu. Vonandi tóku þeir rétta ákvörðun en við sköpuðum nóg af færum eftir það til að vinna leikinn.“ Hann sagði stöðu liðsins í deildinni ekki vera slæma. „Við erum þarna uppi og að berjast. Við reynum að gera betur á hverjum degi. Við lærðum mikið af síðasta tímabili og fengum reynslu. Vonandi nýtist hún okkur í lok þessa tímabils.“ Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
West Ham vann 2-0 sigur á Arsenal i Lundúnaslag kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal var mun hættulegra liðið í leiknum en West Ham nýtti þau færi sem liðið fékk og tryggði sér sigurinn. Mikel Arteta kom í viðtal eftir leik í kvöld og var þá meðal annars spurður út í umdeilt atvik sem gerðist þegar West Ham komst í 1-0. Jarrod Bowen sendi þá boltann fyrir frá endalínunni, beint á Tomas Soucek sem skoraði. Vafi lék á hvort boltinn var kominn útaf áður en Bowen náði honum og erfitt var að sjá í endursýningu hvort svo væri. „Ég veit ekki, ég hef ekki séð atvikið,“ sagði Arteta stuttorður og bætti við: „Þetta er eins og það er. Tæknin er ekki nægilega góð til að sjá nógu vel hvort boltinn er farinn útaf.“ Hann hafði þó litlar áhyggjur af gangi mála þó Arsenal hafi ekki náð toppsætinu af Liverpool. „Við erum þar sem við erum, mér finnst við vera í mjög góðri stöðu. Mér fannst við ekki fá það sem við áttum skilið í kvöld,“ bætti Arteta við en Arsenal átti 30 skot að marki West Ham í kvöld á móti 6 hjá gestunum. Þá fór Arsenal illa með nokkur góð færi í leiknum. „Við höfðum yfirburði í 100 mínútur. Við áttum stór augnabil, við vorum með galopna leikmenn í teignum. Ég held að leikmennirnir hafi lagt mikið á sig. Það er erfitt í búningsklefanum núna en við eigum annan leik eftir 72 klukkutíma. Þetta er fótbolti og við þurfum að bæta okkur á ákveðnum sviðum.“ „Sköpuðum nóg til að vinna leikinn“ Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal var svekktur í leikslok. „Þetta var eitt af þessum kvöldum. Við fengum fullt af tækifærum og gerðum nóg til að skora mörk en í teignum vorum við ekki nógu góðir. Við tökum góðu hlutina og lærum af þessu,“ sagði hann í viðtali við Amazon Prime eftir leik. Um fyrra mark West Ham sagðist hann vonast til þess að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Ég býst við að þetta hafi munað litlu. Vonandi tóku þeir rétta ákvörðun en við sköpuðum nóg af færum eftir það til að vinna leikinn.“ Hann sagði stöðu liðsins í deildinni ekki vera slæma. „Við erum þarna uppi og að berjast. Við reynum að gera betur á hverjum degi. Við lærðum mikið af síðasta tímabili og fengum reynslu. Vonandi nýtist hún okkur í lok þessa tímabils.“
Enski boltinn Tengdar fréttir VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
VAR í sviðsljósinu þegar Arsenal missteig sig gegn Hömrunum West Ham vann óvæntan útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Arsenal mistókst því að ná toppsætinu í nýjan leik af Liverpool. 28. desember 2023 22:18