„Þetta er nútímavítaspyrna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 18:02 Atvikið þegar Onana fær boltann í höndina í leik Everton og Manchester City í gær. Vísir/Getty Töluverð umræða hefur skapast eftir vítspyrnudóma í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sean Dyche knattspyrnustjóri Everton sagði vítadóminn í leik liðsins gegn Manchester City hafa verið furðulegan. Manchester City vann í gær 3-1 sigur á Everton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Everton komst í forystu í leiknum en mörk frá Phil Foden, Julian Alvarez og Bernando Silva í síðari hálfleik tryggðu Englands- og Evrópumeisturunum sigurinn. Mark Alvarez kom liði City í 2-1 en markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Nathan Ake skaut boltanum í höndina á Amadou Onana. Leikmenn Everton voru ósáttir við vítadóminn og ekki var knattspyrnustjórinn Sean Dyche sáttari. „Þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við“ Fyrrum dómarinn Dermot Gallagher fer yfir atvikið í grein Skysports. Hann segir að Onana hafi ekki tekið boltann viljandi með hendi en vissi að myndbandsdómari myndi aldrei snúa dómnum við eftir að víti var dæmt á vellinum. „Þetta er nútímavíti. Þegar svona atvik gerist er spurningin hvort höndin sé staðsett ofar en öxl eða höfuðið. Þetta er það hátt. Á móti er hægt að spyrja hvort þetta sé of nálægt. Hefur hann einhvern tíma til að bregðast við? Um leið og ég sá endursýninguna sagði ég að það yrði dæmt víti, það var enginn vafi,“ segir Gallagher um atvikið í gær. „Dómarinn dæmdi víti á vellinum vegna fyrirmæla aðstoðardómarans. VAR kannar atvikið en þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við.“ Dermot Gallagher var dómari í ensku úrvalsdeildinni í fjölda ára.Vísir/Getty Gallcher segir að Sean Dyche hafi haft mikið til síns máls eftir leik þegar hann segir að Onana hafi ekki leikið boltanum viljandi með hendi. „Þetta er vandamál sem er búið að búa til fyrir dómarana. Fyrir tímabilið var mest rætt um rangstöðu en núna er það hendi í teignum því það er verið að gera þetta svo nákvæmt. Er hendin í þessari stöðu? Er höndin fyrir ofan höfuð eða fyrir ofan öxl? Af hverju er þetta komið svona langt?“ spyr Gallagher. „Það er búið að gera þetta óþarflega flókið fyrir dómarana og þeir eru orðnir fórnarlömb þessara fyrirmæla. Þess vegna held ég, að á meðan þetta er svona, þá verði svona vítaspyrnur dæmdar. Þetta er næstum orðið eins og í Meistaradeildinni, þeir dæma alltaf víti. Ef þetta hefði verið Meistaradeildarleikur hefði Onana líka fengið gult spjald.“ Segir óhjákvæmilegt að málið verði rætt Þá segir Gallagher að það sé ekki séns að Onana hafi leikið boltanum viljandi með hendi. „Sean segir að þetta hafi ekki verið viljandi. Ég skil það, þetta var það ekki. Það er ekki séns að þetta hafi verið viljandi. En það stendur ekkert um viljandi hendi í reglunum og 90% af vítaspyrnum sem eru dæmdar eru ekki viljandi hvort sem er.“ Hann telur að vítadómar verði til umræðu þegar IFAB (Alþjóða knattspyrnuráðið) hittist í mars. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt. Í hverri viku erum við að ræða svona atvik. Við skoðum svipuð atvik og oftast eru dæmdar vítaspyrnur. Það hafa verið dæmdar miklu fleiri vítaspyrnur núna en áður.“ Enski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira
Manchester City vann í gær 3-1 sigur á Everton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Everton komst í forystu í leiknum en mörk frá Phil Foden, Julian Alvarez og Bernando Silva í síðari hálfleik tryggðu Englands- og Evrópumeisturunum sigurinn. Mark Alvarez kom liði City í 2-1 en markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Nathan Ake skaut boltanum í höndina á Amadou Onana. Leikmenn Everton voru ósáttir við vítadóminn og ekki var knattspyrnustjórinn Sean Dyche sáttari. „Þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við“ Fyrrum dómarinn Dermot Gallagher fer yfir atvikið í grein Skysports. Hann segir að Onana hafi ekki tekið boltann viljandi með hendi en vissi að myndbandsdómari myndi aldrei snúa dómnum við eftir að víti var dæmt á vellinum. „Þetta er nútímavíti. Þegar svona atvik gerist er spurningin hvort höndin sé staðsett ofar en öxl eða höfuðið. Þetta er það hátt. Á móti er hægt að spyrja hvort þetta sé of nálægt. Hefur hann einhvern tíma til að bregðast við? Um leið og ég sá endursýninguna sagði ég að það yrði dæmt víti, það var enginn vafi,“ segir Gallagher um atvikið í gær. „Dómarinn dæmdi víti á vellinum vegna fyrirmæla aðstoðardómarans. VAR kannar atvikið en þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við.“ Dermot Gallagher var dómari í ensku úrvalsdeildinni í fjölda ára.Vísir/Getty Gallcher segir að Sean Dyche hafi haft mikið til síns máls eftir leik þegar hann segir að Onana hafi ekki leikið boltanum viljandi með hendi. „Þetta er vandamál sem er búið að búa til fyrir dómarana. Fyrir tímabilið var mest rætt um rangstöðu en núna er það hendi í teignum því það er verið að gera þetta svo nákvæmt. Er hendin í þessari stöðu? Er höndin fyrir ofan höfuð eða fyrir ofan öxl? Af hverju er þetta komið svona langt?“ spyr Gallagher. „Það er búið að gera þetta óþarflega flókið fyrir dómarana og þeir eru orðnir fórnarlömb þessara fyrirmæla. Þess vegna held ég, að á meðan þetta er svona, þá verði svona vítaspyrnur dæmdar. Þetta er næstum orðið eins og í Meistaradeildinni, þeir dæma alltaf víti. Ef þetta hefði verið Meistaradeildarleikur hefði Onana líka fengið gult spjald.“ Segir óhjákvæmilegt að málið verði rætt Þá segir Gallagher að það sé ekki séns að Onana hafi leikið boltanum viljandi með hendi. „Sean segir að þetta hafi ekki verið viljandi. Ég skil það, þetta var það ekki. Það er ekki séns að þetta hafi verið viljandi. En það stendur ekkert um viljandi hendi í reglunum og 90% af vítaspyrnum sem eru dæmdar eru ekki viljandi hvort sem er.“ Hann telur að vítadómar verði til umræðu þegar IFAB (Alþjóða knattspyrnuráðið) hittist í mars. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt. Í hverri viku erum við að ræða svona atvik. Við skoðum svipuð atvik og oftast eru dæmdar vítaspyrnur. Það hafa verið dæmdar miklu fleiri vítaspyrnur núna en áður.“
Enski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira