Hálf milljón punda er um 87 milljónir króna.
Listaverkið var gert á stöðvunarskilti í Peckham, úthverfi Lundúna, sýnir þrjá herdróna yfir orðinu STOP og hefur það verið túlkað til stuðnings vopnahlés á Gasasatröndinni.
Maður sem var á vettvangi þegar verkinu var stolið í gær, sagði fólk ekki hafa vitað hvernig þau ættu að bregðast við. Þau hafi einfaldlega horft á mennina klippa skiltið niður og hlaupa á brott.
Einn sérfræðingur sem ræddi við BBC segir að ef listaverkið færi í sölu á uppboði myndi það líklega seljast á 250 til 500 þúsund pund. Hann sagði einnig að fjölmiðlaumfjöllun hefði gert verkið verðmætara og telur mögulegt að Banksy hafi sjálfur látið sviðsetja stuldinn til að gera verkið verðmætara.
Hafi verkinu hins vegar verið stolið segir annar sérfræðingur að erfitt sé að koma því í verð, vegna frægðar þess. Erfitt yrði fyrir hvern þann sem reynir að selja það að útskýra hvernig hann kom höndum yfir það.