Úrvalsdeildin hefur ákveðið að hafa ekki leik þann 24. desember 2024. Fyrr á tímabilinu var ákveðið að Wolves skyldi taka á móti Chelsea næstkomandi aðfangadag en ákvörðunin naut ekki góðs hljómgrunns meðal leikmanna og þjálfara sem þrá hvíld yfir hátíðarnar, sem og stuðningsmanna, en almenningssamgöngur eru skertar á aðfangadag og erfitt getur reynst að ferðast að leikstað.
Litið var á þann leik sem prufukeyrslu og ljóst er að ekki verður haldið áfram með aðfangadagsleiki. Einu sinni áður hefur leikur farið fram á aðfangadag, árið 1995 þegar Leeds United vann 3-1 sigur á Manchester United.
„Í samræmi við skuldbinginar sem gerðar voru við félögin til að takast á við þétta leikjadagskrá hafa ráðstafanir verið gerðar til að tryggja hvíldartíma leikmanna. Ekkert félag mun leika innan við 60 klukkustundum frá síðasta leik. Enginn leikur mun fara fram 24. desember 2024“ sagði í yfirlýsingu úrvalsdeildarinnar.
📅 The 2024/25 Premier League season dates have been confirmed
— Premier League (@premierleague) December 22, 2023
➡️ https://t.co/ecolkefN5B pic.twitter.com/k4h66lvQ5d
Að venju verða 20 lið í deildinni og 38 umferðir spilaðar. Tímabilinu verður skipt þannig að 33 umferðir fara fram yfir helgi, 4 umferðir í miðri viku og ein umferð á almennum frídegi (e. Bank Holiday).