Höjlund nálgast þúsund mínútur án marks Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 15:45 Rasmus Höjlund bíður enn eftir fyrsta marki sínu í ensku úrvalsdeildinni. Getty Pressan eykst sífellt á Dananum unga Rasmus Höjlund sem enn á eftir að skora sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni, fyrir Manchester United. Höjlund var keyptur fyrir 72 milljónir punda frá Atalanta á Ítalíu í ágúst. Hann hefur reyndar skorað fimm mörk fyrir United en þau komu öll í Meistaradeild Evrópu, og reyndust „tilgangslaus“ því liðið féll þar út í riðlakeppninni. Höjlund hefur einnig raðað inn mörkum fyrir danska landsliðið og var á meðal markahæstu manna í undankeppni EM í ár, með sjö mörk. Í ensku úrvalsdeildinni er sagan hins vegar allt önnur og eftir að hafa klúðrað góðu færi gegn Liverpool um síðustu helgi er Höjlund búinn aðs pila 888 mínútur í deildinni án þess að skora mark. Skori hann ekki gegn West Ham í hádeginu á morgun gæti 1.000 mínútna múrinn fallið gegn Aston Villa á öðrum degi jóla. Enginn skorað í síðustu þremur leikjum Reyndar hefur engum leikmanna United tekist að skora í síðustu þremur leikjum liðsins; jafnteflinu við Liverpool og töpunum gegn Bayern München og Bournemouth. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var spurður út í vandann á blaðamannafundi í dag. „Þetta snýst ekki bara um Rasmus Höjlund. Þetta snýst líka um Marcus Rashford, Alejandro Garnacho, Bruno Fernandes, Scott McTominay og Antony - ekki gleyma bakvörðunum okkar. Við vinnum í þessu sem hópur. Sóknarleikmenn verða að leggja sitt að mörkum. Þegar það næst betra jafnvægi í hópnum við það að leikmenn snúa aftur þá ættum við að geta búið til fleiri færi,“ sagði Ten Hag. „Við vitum að við verðum að bæta okkur og við getum það svo sannarlega. Við spiluðum mjög vel gegn Bayern og Liverpool. Þetta snýst ekki um einhvern einn leikmann, heldur um allan hópinn. Mín hugmyndafræði gengur út á það að við sækjum á ellefu mönnum,“ sagði stjórinn og bætti við: „Við verðum að hreyfa okkur betur, ákvarðanirnar þegar við erum með boltann þurfa að vera betri, og stundum þurfum við að nýta færin betur. Besta færið á móti Liverpool var okkar.“ Lindelöf í aðgerð Ten Hag greindi jafnframt frá því að sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf hefði gengist undir aðgerð og yrði frá keppni næstu tvær vikurnar. Harry Maguire er einnig meiddur en mun brátt snúa aftur. Casemiro, Mason Mount og Lisandro Martinez snúa hins vegar ekki aftur fyrr en um miðjan janúar. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Höjlund var keyptur fyrir 72 milljónir punda frá Atalanta á Ítalíu í ágúst. Hann hefur reyndar skorað fimm mörk fyrir United en þau komu öll í Meistaradeild Evrópu, og reyndust „tilgangslaus“ því liðið féll þar út í riðlakeppninni. Höjlund hefur einnig raðað inn mörkum fyrir danska landsliðið og var á meðal markahæstu manna í undankeppni EM í ár, með sjö mörk. Í ensku úrvalsdeildinni er sagan hins vegar allt önnur og eftir að hafa klúðrað góðu færi gegn Liverpool um síðustu helgi er Höjlund búinn aðs pila 888 mínútur í deildinni án þess að skora mark. Skori hann ekki gegn West Ham í hádeginu á morgun gæti 1.000 mínútna múrinn fallið gegn Aston Villa á öðrum degi jóla. Enginn skorað í síðustu þremur leikjum Reyndar hefur engum leikmanna United tekist að skora í síðustu þremur leikjum liðsins; jafnteflinu við Liverpool og töpunum gegn Bayern München og Bournemouth. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, var spurður út í vandann á blaðamannafundi í dag. „Þetta snýst ekki bara um Rasmus Höjlund. Þetta snýst líka um Marcus Rashford, Alejandro Garnacho, Bruno Fernandes, Scott McTominay og Antony - ekki gleyma bakvörðunum okkar. Við vinnum í þessu sem hópur. Sóknarleikmenn verða að leggja sitt að mörkum. Þegar það næst betra jafnvægi í hópnum við það að leikmenn snúa aftur þá ættum við að geta búið til fleiri færi,“ sagði Ten Hag. „Við vitum að við verðum að bæta okkur og við getum það svo sannarlega. Við spiluðum mjög vel gegn Bayern og Liverpool. Þetta snýst ekki um einhvern einn leikmann, heldur um allan hópinn. Mín hugmyndafræði gengur út á það að við sækjum á ellefu mönnum,“ sagði stjórinn og bætti við: „Við verðum að hreyfa okkur betur, ákvarðanirnar þegar við erum með boltann þurfa að vera betri, og stundum þurfum við að nýta færin betur. Besta færið á móti Liverpool var okkar.“ Lindelöf í aðgerð Ten Hag greindi jafnframt frá því að sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf hefði gengist undir aðgerð og yrði frá keppni næstu tvær vikurnar. Harry Maguire er einnig meiddur en mun brátt snúa aftur. Casemiro, Mason Mount og Lisandro Martinez snúa hins vegar ekki aftur fyrr en um miðjan janúar.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira