Bonner fékk höfuðhögg undir lok leiksins sem Liverpool vann með tveimur mörkum gegn einu.
Samkvæmt upplýsingum frá Liverpool missti Bonner meðvitund um tíma eftir höfuðhöggið. Hún gat þó gengið sjálf af velli. Læknar Liverpool huguðu í kjölfarið að henni inni í búningsklefa og saumuðu sprungna vör hennar saman.
Liverpool fylgir nú reglum ensku kvennadeildarinnar um höfuðhögg. Deildin er reyndar komin í jólafrí og næsti leikur Liverpool er ekki fyrr en gegn Bristol City í bikarkeppninni 14. janúar.
Liverpool er í 5. sæti ensku kvennadeildarinnar með átján stig eftir tíu umferðir.