Sisi vinnur þriðja kjörtímabilið með miklum yfirburðum Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2023 15:20 Abdel Fattah el-Sisi hefur verið forseti Egyptalands frá 2014. AP/Amr Nabil Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, vann yfirburðasigur í forsetakosningum og tryggði sér þriðja kjörtímabilið. Hann fékk 89,6 prósent atkvæða en mótframbjóðendur Sisi eru lítið sem ekkert þekktir í Egyptalandi. Yfirkjörstjórn landsins segir 66,8 prósent af rúmum 67 milljónum kjósenda Egyptalands hafa tekið þátt í kosningunum. Það er talið geta verið hæsta kjörsókn í sögu Egyptalands. Sisi er fyrrverandi herforingi og hefur verið við völd í Egyptalandi frá 2014, þegar hann velti Bræðralagi múslima úr sessi og bannað samtökin í Egyptalandi. Hann hefur setið tvö fjögurra ára kjörtímabil en þau voru lengd í sex ár með breytingu á stjórnarskrá árið 2019. Stjórnarskráin meinar þó forsetum að sitja lengur í embætti en þrjú kjörtímabil. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018. Í gegnum árin hefur Sisi þaggað niður í eða fangelsað þúsundir pólitískra andstæðinga sinna og gagnrýnenda. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018.AP/Forsetaembætti Egyptalands Eins og áður segir voru mótframbjóðendur Sisi lítið þekktir í Egyptalandi og virtist sigur hans því aldrei annað en öruggur. Helsti pólitíski andstæðingur Sisi, Ahmed Tantawy, dró framboð sitt til baka í október og sagði embættismenn og fauta hafa veist að stuðningsmönnum sínum. Honum hafði þá mistekist að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að geta farið í framboð. Yfirkjörstjórn Egyptalands gaf lítið fyrir ásakanir Tantawy. Efnahagsvandræði í forgangi Egyptar hafa um árabil átt við umfangsmikla efnahagsörðugleika að etja. Verðbólga þar mælist nú meiri en þrjátíu prósent milli mánaða og undanfarin tvö ár hefur egypska puntið tapað helmingi af verðmæti sínu, borið saman við bandaríska dalinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Um þriðjungur 105 milljóna íbúa Egyptalands er talinn búa undir fátæktarmörkum. Sisi gerði það að sínu helsta kosningamáli að berjast gegn efnahagsvandræðum Egypta. Sérfræðingar segja óstjórn í efnahagsmálum eiga stóran hlut í vandamálum Egypta. Ríkisreknum fyrirtækjum hafi vaxið ásmegin um langt skeið og þau hafi bolað einkafyrirtækjum á brott, svo mörg hafi orðið gjaldþrota. Þetta eigi við á ýmsum sviðum efnahagslífs Egyptalands. Þá kom faraldur Covid-19 verulega niður á hagkerfi Egyptalands, eins og innrás Rússa í Úkraínu, en bæði atvik hafa leitt til óstöðugleika á heimsvísu. Egyptaland Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Yfirkjörstjórn landsins segir 66,8 prósent af rúmum 67 milljónum kjósenda Egyptalands hafa tekið þátt í kosningunum. Það er talið geta verið hæsta kjörsókn í sögu Egyptalands. Sisi er fyrrverandi herforingi og hefur verið við völd í Egyptalandi frá 2014, þegar hann velti Bræðralagi múslima úr sessi og bannað samtökin í Egyptalandi. Hann hefur setið tvö fjögurra ára kjörtímabil en þau voru lengd í sex ár með breytingu á stjórnarskrá árið 2019. Stjórnarskráin meinar þó forsetum að sitja lengur í embætti en þrjú kjörtímabil. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018. Í gegnum árin hefur Sisi þaggað niður í eða fangelsað þúsundir pólitískra andstæðinga sinna og gagnrýnenda. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018.AP/Forsetaembætti Egyptalands Eins og áður segir voru mótframbjóðendur Sisi lítið þekktir í Egyptalandi og virtist sigur hans því aldrei annað en öruggur. Helsti pólitíski andstæðingur Sisi, Ahmed Tantawy, dró framboð sitt til baka í október og sagði embættismenn og fauta hafa veist að stuðningsmönnum sínum. Honum hafði þá mistekist að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að geta farið í framboð. Yfirkjörstjórn Egyptalands gaf lítið fyrir ásakanir Tantawy. Efnahagsvandræði í forgangi Egyptar hafa um árabil átt við umfangsmikla efnahagsörðugleika að etja. Verðbólga þar mælist nú meiri en þrjátíu prósent milli mánaða og undanfarin tvö ár hefur egypska puntið tapað helmingi af verðmæti sínu, borið saman við bandaríska dalinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Um þriðjungur 105 milljóna íbúa Egyptalands er talinn búa undir fátæktarmörkum. Sisi gerði það að sínu helsta kosningamáli að berjast gegn efnahagsvandræðum Egypta. Sérfræðingar segja óstjórn í efnahagsmálum eiga stóran hlut í vandamálum Egypta. Ríkisreknum fyrirtækjum hafi vaxið ásmegin um langt skeið og þau hafi bolað einkafyrirtækjum á brott, svo mörg hafi orðið gjaldþrota. Þetta eigi við á ýmsum sviðum efnahagslífs Egyptalands. Þá kom faraldur Covid-19 verulega niður á hagkerfi Egyptalands, eins og innrás Rússa í Úkraínu, en bæði atvik hafa leitt til óstöðugleika á heimsvísu.
Egyptaland Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira