Kveður skjáinn eftir áralangt starf Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 22:30 Ian Wright hefur verið einn þekktasti sérfræðingurinn í umræðu um enska boltann síðustu árin. Vísir/Getty Ian Wright fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins hefur verið sérfræðingur í þætti BBC um enska boltann síðan árið 2002. Hann kveður hins vegar skjáinn í vor að tímabili loknu. Wright kom fyrst fram í Match of the day árið 1997 þegar hann var ennþá leikmaður en fékk fast starf sem sérfræðingur árið 2002. Hann hætti störfum árið 2008 en sneri aftur árið 2015 og hefur verið við störf síðan þá. Þátturinn er einn sá langlífasti í bresku sjónvarpi en þar er fjallað um enska boltann og farið yfir atvik hverrar umferðar á laugardagskvöldum. It has been an absolute pleasure and privilege to work alongside you, Ian. One of my favourite people on the planet. Farewell my friend. https://t.co/jR1mjRujkb— Gary Lineker (@GaryLineker) December 17, 2023 Wright segir að ákvörðunin um að hætta hafi verið í bígerð í nokkurn tíma og hafi verið auðveldari eftir að hann fagnaði sextugsafmæli sínu í síðasta mánuði. „Það er kominn tími til að gera eitthvað annað á laugardögum. Eftir að hafa fyrst komið fram í þættinum árið 1997 og eftir svo ótrúlega mörg eftirminnileg ár þá er kominn tími til að ég hætti í Match of the day,“ sagði Wright þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Wright hefur meðal annars komið fram ásamt syni sínum Shaun Wright-Philips en þeir voru þá fyrstu feðgarnir til að koma fram í þættinum saman. Watching this clip of Ian Wright making his Match of the Day debut back in 1997 is so pure. I think, regardless of club allegiances, he s one of, if not the most widely loved ex-pro working in the media today. pic.twitter.com/cL2aX8POVu— HLTCO (@HLTCO) December 17, 2023 „Allir sem þekkja mína sögu vita hvers mikið þessi þáttur hefur þýtt fyrir mig síðan ég var ungur strákur. Match of the day er minn heilagi kaleikur. Í fyrsta þættinum þá sagði ég við stjórnandann Des Lynam að þetta væri mitt Graceland.“ Wright lék lengst af á sínum ferli með Arsenal og skoraði alls 185 mörk fyrir félagið. Hann vann ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, deildabikarinn og evrópukeppni bikarhafa með félaginu. Þá lék hann 33 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim níu mörk. Eftir að ferlinum lauk hefur hann orðið einn þekktasti sérfræðingurinn í umræðu um enska boltann en hann hefur fjallað bæði um karla- og kvennadeildirnar í Englandi. Þá hefur hann einnig komið fram í þáttum BBC þar sem hann greindi frá ofbeldisfullri æsku sinni. Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Wright kom fyrst fram í Match of the day árið 1997 þegar hann var ennþá leikmaður en fékk fast starf sem sérfræðingur árið 2002. Hann hætti störfum árið 2008 en sneri aftur árið 2015 og hefur verið við störf síðan þá. Þátturinn er einn sá langlífasti í bresku sjónvarpi en þar er fjallað um enska boltann og farið yfir atvik hverrar umferðar á laugardagskvöldum. It has been an absolute pleasure and privilege to work alongside you, Ian. One of my favourite people on the planet. Farewell my friend. https://t.co/jR1mjRujkb— Gary Lineker (@GaryLineker) December 17, 2023 Wright segir að ákvörðunin um að hætta hafi verið í bígerð í nokkurn tíma og hafi verið auðveldari eftir að hann fagnaði sextugsafmæli sínu í síðasta mánuði. „Það er kominn tími til að gera eitthvað annað á laugardögum. Eftir að hafa fyrst komið fram í þættinum árið 1997 og eftir svo ótrúlega mörg eftirminnileg ár þá er kominn tími til að ég hætti í Match of the day,“ sagði Wright þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Wright hefur meðal annars komið fram ásamt syni sínum Shaun Wright-Philips en þeir voru þá fyrstu feðgarnir til að koma fram í þættinum saman. Watching this clip of Ian Wright making his Match of the Day debut back in 1997 is so pure. I think, regardless of club allegiances, he s one of, if not the most widely loved ex-pro working in the media today. pic.twitter.com/cL2aX8POVu— HLTCO (@HLTCO) December 17, 2023 „Allir sem þekkja mína sögu vita hvers mikið þessi þáttur hefur þýtt fyrir mig síðan ég var ungur strákur. Match of the day er minn heilagi kaleikur. Í fyrsta þættinum þá sagði ég við stjórnandann Des Lynam að þetta væri mitt Graceland.“ Wright lék lengst af á sínum ferli með Arsenal og skoraði alls 185 mörk fyrir félagið. Hann vann ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, deildabikarinn og evrópukeppni bikarhafa með félaginu. Þá lék hann 33 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim níu mörk. Eftir að ferlinum lauk hefur hann orðið einn þekktasti sérfræðingurinn í umræðu um enska boltann en hann hefur fjallað bæði um karla- og kvennadeildirnar í Englandi. Þá hefur hann einnig komið fram í þáttum BBC þar sem hann greindi frá ofbeldisfullri æsku sinni.
Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira