Ten Hag: Við áttum tvö bestu færin Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 21:01 Erik Ten Hag lét vel í sér heyra í dag. Vísir/Getty Erik Ten Hag var stoltur af frammistöðu síns liðs í jafnteflinu gegn Liverpool í dag. hann sagði að hans menn hefðu getað ógnað liði Liverpool enn frekar. Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool var betri aðilinn í leiknum og var mun meira með boltann en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United sagði að hann hefði getað hrósað öllu liðinu. „Ég get talað um alla leikmennina því þetta var öguð liðsframmistaða. Við hefðum getað ógnað andstæðingnum meira. Við þurfum að taka fram að við áttum tvö bestu færin, færi hjá Rasmus Höjlund og Alejandro Garnacho,“ sagði Ten Hag. Manchester United are: The first team not to lose at Anfield this season The first team to stop Liverpool scoring this season pic.twitter.com/a5LAvAW2Sd— B/R Football (@brfootball) December 17, 2023 Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool sagði eftir leik að aðeins annað liðið hefði reynt að vinna leikinn í dag. Ummæli sem Roy Keane, fyrrum leikmaður United, var ekki ánægður með eftir leik. Ten Hag gaf lítið fyrir þau orð og sagðist stoltur af sínu liði. „Það er hans skoðun. Ég sagði í búningsklefanum eftir leik að ég væri mjög stoltur af liðinu. Við þurfum að gera þetta oftar. Leikurinn gegn Newcastle var líka erfiður og þar gerum við ein mistök þar sem slokknar á okkur. Þegar maður heldur sér inni í leiknum og heldur sig við leikplanið þá opnast leikurinn oft. Þá þarftu að nýta tækifærin. Ef við náum nokkrum sendingum gegn fyrstu pressunni þá er hægt að skapa hættu.“ Hinn ungi Kobbie Manoo hefur heillað marga stuðningsmenn United að undanförnu en hann var í byrjunarliði liðsins í dag, aðeins 18 ára gamall. Roy Keane: "Virgil van Dijk had arrogance coming out of him, dishing Manchester United like that!" "He needs a reminder himself. He's playing for a club who have won one title in 30 odd years." "He's saying only one team wanted to win and that United are buzzing with a pic.twitter.com/pkTmqBzOaD— Football Tweet (@Football__Tweet) December 17, 2023 „Þegar þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall og hann sannaði það. Þegar hann verður vanari að spila svona leikjum þá eigum við eftir að njóta hans enn frekar.“ Ten Hag sagðist hafa minnst á leik liðanna í fyrra við leikmenn sína fyrir leikinn í dag. Þeim leik lauk með 7-0 sigri Liverpool. „Við ræddum hann. Í fyrra spiluðum við þá þrisvar, unnum þá tvisvar og töpuðum einu sinni. Við getum unnið Liverpool og sýndum í dag hvað við getum. Ef við sýnum þetta í hverjum leik þá getum við unnið leiki og unnið stóra leiki.“ Enski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool var betri aðilinn í leiknum og var mun meira með boltann en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United sagði að hann hefði getað hrósað öllu liðinu. „Ég get talað um alla leikmennina því þetta var öguð liðsframmistaða. Við hefðum getað ógnað andstæðingnum meira. Við þurfum að taka fram að við áttum tvö bestu færin, færi hjá Rasmus Höjlund og Alejandro Garnacho,“ sagði Ten Hag. Manchester United are: The first team not to lose at Anfield this season The first team to stop Liverpool scoring this season pic.twitter.com/a5LAvAW2Sd— B/R Football (@brfootball) December 17, 2023 Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool sagði eftir leik að aðeins annað liðið hefði reynt að vinna leikinn í dag. Ummæli sem Roy Keane, fyrrum leikmaður United, var ekki ánægður með eftir leik. Ten Hag gaf lítið fyrir þau orð og sagðist stoltur af sínu liði. „Það er hans skoðun. Ég sagði í búningsklefanum eftir leik að ég væri mjög stoltur af liðinu. Við þurfum að gera þetta oftar. Leikurinn gegn Newcastle var líka erfiður og þar gerum við ein mistök þar sem slokknar á okkur. Þegar maður heldur sér inni í leiknum og heldur sig við leikplanið þá opnast leikurinn oft. Þá þarftu að nýta tækifærin. Ef við náum nokkrum sendingum gegn fyrstu pressunni þá er hægt að skapa hættu.“ Hinn ungi Kobbie Manoo hefur heillað marga stuðningsmenn United að undanförnu en hann var í byrjunarliði liðsins í dag, aðeins 18 ára gamall. Roy Keane: "Virgil van Dijk had arrogance coming out of him, dishing Manchester United like that!" "He needs a reminder himself. He's playing for a club who have won one title in 30 odd years." "He's saying only one team wanted to win and that United are buzzing with a pic.twitter.com/pkTmqBzOaD— Football Tweet (@Football__Tweet) December 17, 2023 „Þegar þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall og hann sannaði það. Þegar hann verður vanari að spila svona leikjum þá eigum við eftir að njóta hans enn frekar.“ Ten Hag sagðist hafa minnst á leik liðanna í fyrra við leikmenn sína fyrir leikinn í dag. Þeim leik lauk með 7-0 sigri Liverpool. „Við ræddum hann. Í fyrra spiluðum við þá þrisvar, unnum þá tvisvar og töpuðum einu sinni. Við getum unnið Liverpool og sýndum í dag hvað við getum. Ef við sýnum þetta í hverjum leik þá getum við unnið leiki og unnið stóra leiki.“
Enski boltinn Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira