Bjarki verður því hjá Veszprém til allavega ársins 2026. Hann kom til félagsins frá Lemgo sumarið 2022. Á síðasta tímabili varð Bjarki tvöfaldur meistari með Veszprém.
Bjarki Már Elísson is a Telekom Veszprém player until 2026!
— VeszprémHandballTeam (@telekomveszprem) December 14, 2023
Details! https://t.co/RXTws4gHnx#RedUnited #HandballCity #StrongerTogether pic.twitter.com/bFMPERlVb3
Hinn 33 ára Bjarki hefur leikið sem atvinnumaður frá 2013. Fyrstu tíu árin lék hann í Þýskalandi, með Eisenach, Füchse Berlin og Lemgo.
Bjarki hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og verður væntanlega í lykilhlutverki hjá því á EM í Þýskalandi í janúar.
Veszprém er með fullt hús stiga á toppi ungversku úrvalsdeildarinnar og í 3. sæti síns riðils í Meistaradeild Evrópu.