Rúnar Alex var í byrjunarliði Cardiff í kvöld en með sigri hefði Cardiff komið sér upp að hlið Sunderland sem situr í 6. sæti deildarinnar en það sæti þýðir sæti í umspili deildarinnar í vor.
Birmingham var án sigurs í síðustu þremur leikjum liðsins fyrir leikinn í kvöld en gengi liðsins hefur verið upp og ofan síðan Wayne Rooney tók við stjórnartaumunum fyrr í haust.
Aðeins eitt mark var skorað í leiknum í kvöld. Það gerði Juninho Bacuna fyrir Birmingham í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir misheppnað úthlaup Rúnars Alex. Það var nóg að gera hjá Rúnari Alex í leiknum en Birmingham átti tíu skot á mark Cardiff í leiknum.
Sigurinn lyftir Birmingham upp í 16. sæti en Cardiff fer niður í 10. sætið eftir tapið.