„Eigum ekki beint heima í þessari keppni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2023 13:00 Elín Rósa Magnúsdóttir er afar spennt fyrir því að mæta Frökkum. Vísir/Valur Páll Landsliðskonan Elín Rósa Magnúsdóttir er spennt fyrir því að takast á við Kongó í úrslitaleik um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta í kvöld. Markmið landsliðs Íslands er skýrt. Ísland vann þá þrjá leiki sem liðið lék í riðli sínum í keppninni en hana skipa þau lið sem lentu í neðsta sæti síns riðils í riðlakeppninni í síðustu viku. Sigrarnir hafa allir verið nokkuð öruggir og þægilegir. „Já, kannski. Maður fann samt í leiknum við Paragvæ var aðeins meira panik einhvern veginn. Mér fannst við eiga að vera fleiri mörkum yfir og þá kom eitthvað stress í okkur sem gerði það aðeins erfiðara. En manni leið betur á móti Kína.“ segir Elín Rósa en Ísland vann Kína í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í fyrradag með sjö marka mun. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, talaði mikið um að förin á HM væri lærdómsferð, enda Ísland að taka þátt á stórmóti í fyrsta sinn í rúman áratug og allir leikmenn nema tveir á slíku móti í fyrsta sinn. Eftir hörkuleiki í riðlinum er ef til vill vert að spyrja hvaða lærdóm leikmenn draga af stórum sigrum gegn lakari liðum líkt og Grænlandi, Paragvæ og Kína. „Ég held að við höfum aðallega lært að við eigum ekki beint heima í þessari keppni. Okkur langaði miklu frekar að vera í milliriðlinum. Við ætluðum að sýna það í keppninni að við ættum heima í milliriðlinum en ekki þessari keppni.“ segir Elín Rósa. Ákveðinn lærdómur sé þá fólginn í því að mæta í leiki sem sterkari aðilinn fyrir fram. „Þetta gefur alveg sjálfstraust og að vinna lið stórt er öðruvísi, eins og eftir stórt tap fyrir Frökkum. Það er fínt að skipta aðeins um hlutverk og vera stóra liðið sem er alveg líka krefjandi.“ segir Elín. Úrslitaleikurinn er fram undan í kvöld. Hvernig leggst hann í Elínu Rósu? „Bara vel, þetta er bara spennandi að spila gegn öðruvísi liðum. Ekki þessi hefðbundni evrópski bolti. Þetta er skemmtileg áskorun og ég hlakka til.“ segir Elín. Markmiðin séu skýr. „Já, já. Það er alveg skýrt. Ég held það séu allir sammála því að taka þennan leik.“ Ísland og Kongó mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 „Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“ „Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar. 4. desember 2023 19:30 Skýrsla Vals: Særindi og stolt Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. 4. desember 2023 22:33 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Ísland vann þá þrjá leiki sem liðið lék í riðli sínum í keppninni en hana skipa þau lið sem lentu í neðsta sæti síns riðils í riðlakeppninni í síðustu viku. Sigrarnir hafa allir verið nokkuð öruggir og þægilegir. „Já, kannski. Maður fann samt í leiknum við Paragvæ var aðeins meira panik einhvern veginn. Mér fannst við eiga að vera fleiri mörkum yfir og þá kom eitthvað stress í okkur sem gerði það aðeins erfiðara. En manni leið betur á móti Kína.“ segir Elín Rósa en Ísland vann Kína í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í fyrradag með sjö marka mun. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, talaði mikið um að förin á HM væri lærdómsferð, enda Ísland að taka þátt á stórmóti í fyrsta sinn í rúman áratug og allir leikmenn nema tveir á slíku móti í fyrsta sinn. Eftir hörkuleiki í riðlinum er ef til vill vert að spyrja hvaða lærdóm leikmenn draga af stórum sigrum gegn lakari liðum líkt og Grænlandi, Paragvæ og Kína. „Ég held að við höfum aðallega lært að við eigum ekki beint heima í þessari keppni. Okkur langaði miklu frekar að vera í milliriðlinum. Við ætluðum að sýna það í keppninni að við ættum heima í milliriðlinum en ekki þessari keppni.“ segir Elín Rósa. Ákveðinn lærdómur sé þá fólginn í því að mæta í leiki sem sterkari aðilinn fyrir fram. „Þetta gefur alveg sjálfstraust og að vinna lið stórt er öðruvísi, eins og eftir stórt tap fyrir Frökkum. Það er fínt að skipta aðeins um hlutverk og vera stóra liðið sem er alveg líka krefjandi.“ segir Elín. Úrslitaleikurinn er fram undan í kvöld. Hvernig leggst hann í Elínu Rósu? „Bara vel, þetta er bara spennandi að spila gegn öðruvísi liðum. Ekki þessi hefðbundni evrópski bolti. Þetta er skemmtileg áskorun og ég hlakka til.“ segir Elín. Markmiðin séu skýr. „Já, já. Það er alveg skýrt. Ég held það séu allir sammála því að taka þennan leik.“ Ísland og Kongó mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04 „Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“ „Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar. 4. desember 2023 19:30 Skýrsla Vals: Særindi og stolt Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. 4. desember 2023 22:33 Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
„Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“ Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands. 4. desember 2023 20:04
„Langt síðan ég hef verið eins sár, svekkt, pirruð og reið“ „Þetta er hrikalega sárt. Maður er ennþá að átta sig á þessu. Við ætluðum að vinna þennan leik og vorum grátlega nálægt því.“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir jafntefli Íslands við Angóla á HM kvenna í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Angóla fer í milliriðil en Ísland í Forsetabikar. 4. desember 2023 19:30
Skýrsla Vals: Særindi og stolt Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. 4. desember 2023 22:33
Skýrsla Vals: Franska 103 – staðið Ísland tók þungan grunnkúrs í frönsku á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. Námsáætlunin var þétt og kennarinn strangur. 2. desember 2023 22:31