„Munurinn er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 23:00 Gunnar Magnússon var alveg með á hreinu hvað munurinn á liðunum lá. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn FH í dag. Aron Pálmarsson átti stórleik fyrir FH og skoraði 15 mörk og segir Gunnar að þar hafi munurinn á liðunum legið. „Það er margt gott í þessum leik hjá okkur og munurinn á liðunum er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við. Við reyndum að stöðva hann. Settum einn á hann svo tvo og svo þrjá, mættum honum framarlega og já reyndum ýmislegt en okkur bara tókst ekki að stöðva hann. Vorum of soft á hann og vorum ekki að ganga nógu vel í hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ofan á það vorum við svo ekki að verja nein skot frá honum. Þannig að já okkur tókst bara illa að stöðva hann. Frammistaðan í heildina alls ekkert slæm og margt gott í okkar leik.“ Aron Pálmarsson var gjörsamlega frábær í dag eins og áður segir og skoraði 15 mörk fyrir FH, þar af 10 í fyrri hálfleik ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Eftir rúmlega 20 mínútur var hann búinn að skora 9 mörk úr 9 skotum. Gunnar segir að liðið hafi reynt ýmislegt en því miður hafi ekkert gengið. „Þá reyndum við að setja fleiri menn á hann, koma snemma í hjálpina þegar hann er með boltann og reyna að gera allt sem við getum til að stöðva hann. Við fórum í 5-1, settum Gunnar Malm framan á hann og svo Árna Braga líka og fórum nánast í 4-2. Þannig að við reyndum nánast allt sem við gátum nema kannski gamla góða að taka hann alveg úr umferð en það hefði verið erfitt fyrir þreytta fætur fyrir aftan að stoppa hina. Við reyndum ýmislegt en það bara tókst bara ekki. Hefðum mögulega átt að prófa eitthvað annað þar sem við höfðum engu að tapa. Þetta var bara munurinn á liðunum í dag og við þurfum bara að halda áfram.“ Afturelding fór í 7 á 6 undir lok fyrri hálfleiks og það má segja að þá hafi liðið náð að vinna sig vel inn í leikinn. Spurður út í það hvernig honum hafi þótt 7 gegn 6 hafa gengið segist Gunnar vera sáttur það og það hafi komið liðinu aftur inn í leikinn. „Mjög vel. Við erum búnir að vera að spila það mikið í vetur, sérstaklega í Evrópukeppninni. Mér fannst það koma okkur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Í heildina fannst mér við sóknarlega vera alveg þokkalegir fyrir utan þessu dýru mistök þarna undir lokin þegar það koma tveir tæknifeilar sem fóru með leikinn.“ Birgir Steinn var ekki með liðinu í dag vegna meiðsla eins og í undanförnum leikjum. Birgir ferðaðist þó með liðinu til Slóvakíu í Evrópuleikina sem voru í loka síðasta mánaðar. Gunnar segir að hann sé enn meiddur ásamt Birki Benediktssyni sem spilaði þó hluta af leiknum í dag. „Þetta eru bara þannig meiðsli að við erum alltaf að vonast til þess að hann sé að verða klár, vantar bara herslu muninn. Birkir Ben er líka meiddur og gat lítið beitt sér í dag þannig að það mæddi svolítið á hina svo mögulega smá þreyta þarna í lokin hjá Steina, Blæ og Árna. Alltaf leiðinlegt að þeir séu ekki með en það er bara hluti af sportinu.“ Spurður út í framhaldið og hversu sáttur hann sé með liðið á þessum tímapunkti í deildinni svarar Gunnar. „Við eigum tvo rosalega mikilvæga leiki eftir og ef við vinnum þá báða er ég þokkalega sáttur þó svo að við viljum alltaf meira. Nú er fókusinn hjá okkur bara að klára þessa leiki sem framundan eru og taka þau stig sem eru í boði og svo tökum við stöðuna eftir það.“ Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
„Það er margt gott í þessum leik hjá okkur og munurinn á liðunum er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við. Við reyndum að stöðva hann. Settum einn á hann svo tvo og svo þrjá, mættum honum framarlega og já reyndum ýmislegt en okkur bara tókst ekki að stöðva hann. Vorum of soft á hann og vorum ekki að ganga nógu vel í hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ofan á það vorum við svo ekki að verja nein skot frá honum. Þannig að já okkur tókst bara illa að stöðva hann. Frammistaðan í heildina alls ekkert slæm og margt gott í okkar leik.“ Aron Pálmarsson var gjörsamlega frábær í dag eins og áður segir og skoraði 15 mörk fyrir FH, þar af 10 í fyrri hálfleik ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Eftir rúmlega 20 mínútur var hann búinn að skora 9 mörk úr 9 skotum. Gunnar segir að liðið hafi reynt ýmislegt en því miður hafi ekkert gengið. „Þá reyndum við að setja fleiri menn á hann, koma snemma í hjálpina þegar hann er með boltann og reyna að gera allt sem við getum til að stöðva hann. Við fórum í 5-1, settum Gunnar Malm framan á hann og svo Árna Braga líka og fórum nánast í 4-2. Þannig að við reyndum nánast allt sem við gátum nema kannski gamla góða að taka hann alveg úr umferð en það hefði verið erfitt fyrir þreytta fætur fyrir aftan að stoppa hina. Við reyndum ýmislegt en það bara tókst bara ekki. Hefðum mögulega átt að prófa eitthvað annað þar sem við höfðum engu að tapa. Þetta var bara munurinn á liðunum í dag og við þurfum bara að halda áfram.“ Afturelding fór í 7 á 6 undir lok fyrri hálfleiks og það má segja að þá hafi liðið náð að vinna sig vel inn í leikinn. Spurður út í það hvernig honum hafi þótt 7 gegn 6 hafa gengið segist Gunnar vera sáttur það og það hafi komið liðinu aftur inn í leikinn. „Mjög vel. Við erum búnir að vera að spila það mikið í vetur, sérstaklega í Evrópukeppninni. Mér fannst það koma okkur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Í heildina fannst mér við sóknarlega vera alveg þokkalegir fyrir utan þessu dýru mistök þarna undir lokin þegar það koma tveir tæknifeilar sem fóru með leikinn.“ Birgir Steinn var ekki með liðinu í dag vegna meiðsla eins og í undanförnum leikjum. Birgir ferðaðist þó með liðinu til Slóvakíu í Evrópuleikina sem voru í loka síðasta mánaðar. Gunnar segir að hann sé enn meiddur ásamt Birki Benediktssyni sem spilaði þó hluta af leiknum í dag. „Þetta eru bara þannig meiðsli að við erum alltaf að vonast til þess að hann sé að verða klár, vantar bara herslu muninn. Birkir Ben er líka meiddur og gat lítið beitt sér í dag þannig að það mæddi svolítið á hina svo mögulega smá þreyta þarna í lokin hjá Steina, Blæ og Árna. Alltaf leiðinlegt að þeir séu ekki með en það er bara hluti af sportinu.“ Spurður út í framhaldið og hversu sáttur hann sé með liðið á þessum tímapunkti í deildinni svarar Gunnar. „Við eigum tvo rosalega mikilvæga leiki eftir og ef við vinnum þá báða er ég þokkalega sáttur þó svo að við viljum alltaf meira. Nú er fókusinn hjá okkur bara að klára þessa leiki sem framundan eru og taka þau stig sem eru í boði og svo tökum við stöðuna eftir það.“
Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti