United tapaði fyrir Newcastle United, 1-0, á St James' Park á laugardagskvöldið. Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks.
Úrslitin voru í takt við slakan útivallarárangur United gegn sterkum liðum undir stjórn Ten Hags. Frá því Hollendingurinn tók við United hefur liðið tapað tíu af ellefu leikjum sínum á útivelli gegn liðum í efstu níu sætum ensku úrvalsdeildarinnar og gert eitt jafntefli.
„Er þetta satt? Þetta er ljótt,“ sagði Keane þegar hann sá skilti með þessum slæma árangri United.
„Fjöldi marka sem þeir hafa fengið á sig. Sex gegn Manchester City, sjö gegn Liverpool, fjögur gegn Brentford. Þetta er ekki gott. Þeir eru á erfiðum stað. Stjórinn er undir pressu.“
"Is that real? That looks ugly!"
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 3, 2023
Roy Keane isn't happy with Man Utd's away results against the top 9 pic.twitter.com/HPjF9PZgQI
Keane skilur ekki af hverju United er enn að nota sömu leikmenn og síðustu ár.
„Það voru leikmenn sem spiluðu fyrir United í gær (í fyrradag) sem þú hélst að myndu kannski fara frá félaginu í sumar. Þú notar enn sömu leikmenn og hafa ekki farið með United neitt síðustu ár,“ sagði Keane.
„Hvað er merki um brjálæði? Að gera sama hlutinn aftur og aftur og búast við betri niðurstöðum. Þessi hópur breytist ekki. Ef þeir leggja ekki jafn hart að sér og andstæðingurinn eru þeir í vandræðum og þeir gera það ekki.“
United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Chelsea á Old Trafford á miðvikudaginn.